16. október, 2024
Fréttir

Vefsíðan Tal- og málörvun er hluti af meistaraverkefni Þorbjargar Sögu í talmeinafræði við Háskóla Íslands. Vefsíðan er ætluð foreldrum og öðrum sem vilja fræðast um tal- og málþroska barna. Síðan er sérstaklega hugsuð fyrir foreldra þriggja ára barna sem hafa svarað LANIS skimunarlistanum.

Vefsíðan byggir meðal annars á rannsóknum um tal- og málörvun leikskólabarna. Á síðunni er að finna upplýsingar um málþroska, málörvunaraðferðir, orðaforða, framburð, fjöltyngi og stam.

https://talmal.hi.is/

Tengdar fréttir

11. nóvember, 2025
Fréttir

271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn, 13. nóvember 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: 271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar   Streymi frá fundinum má finna hér.    

11. nóvember, 2025
Fréttir

Viljayfirlýsing við Festi um uppbyggingu í Brákarey

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing milli Festis ehf. og Borgarbyggðar sem hefur það að markmiði að gera samkomulag um uppbyggingu í Brákarey. Vinna við nýtt deiliskipulag fyrir Brákarey er langt komin og áætlað að það verði auglýst eigi síðar en í mars. Það skipulag byggir á hugmynda- og skipulagsvinnu sem Festir kynnti fyrir Borgarbyggð og íbúum sumarið 2024 og hefur það …