16. október, 2024
Fréttir

Vefsíðan Tal- og málörvun er hluti af meistaraverkefni Þorbjargar Sögu í talmeinafræði við Háskóla Íslands. Vefsíðan er ætluð foreldrum og öðrum sem vilja fræðast um tal- og málþroska barna. Síðan er sérstaklega hugsuð fyrir foreldra þriggja ára barna sem hafa svarað LANIS skimunarlistanum.

Vefsíðan byggir meðal annars á rannsóknum um tal- og málörvun leikskólabarna. Á síðunni er að finna upplýsingar um málþroska, málörvunaraðferðir, orðaforða, framburð, fjöltyngi og stam.

https://talmal.hi.is/

Tengdar fréttir

15. apríl, 2025
Fréttir

Mikilvægur áfangi við byggingu nýrra nemendagarða fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar

Miðvikudaginn 9. apríl var skrifað undir kaupsamning Nemendagarða MB hses á húnsæði fyrir nýja nemendagarða MB, við Brákarhlíð fasteignafélag ehf. Byggingin er á lóðinni Borgarbraut 63 en um er að ræða neðstu hæð og þar verða 12 íbúðir fyrir nemendur. Stærð íbúðanna er á bilinu 20 -26 fermetrar og er pláss fyrir 18 nemendur, Á annarri til fjórðu hæð eru …

14. apríl, 2025
Fréttir

Páskaeggjaleit í Skallagrímsgarði fyrir krakka í 5-10 bekk

Þriðjudaginn 15. apríl stendur Húsráð Óðals fyrir páskaeggjaleit í Skallagrímsgarði á milli kl. 17 og 18. Viðburðurinn er fyrir börn og unglinga á miðstigi og unglingastigi. Eftir leitina verður kósý opnun fyrir unglingastig í Óðali, kakó, bíó og spilastemming. Munum að sýna tillitssemi – pössum í sameiningu að öll fái að minnsta kosti eitt egg á mann. Yngri systkini eru …