7. mars, 2024
Fréttir
Á næstu vikum mun Íslenska gámafélagið ekki tæma og setja í kjölfarið miða á þau sorpílát sem eru ekki með rétt flokkuðum úrgangi, yfirfull ílát, fullt upp í rennu og spilliefni/lyf/annar hættulegur úrgangur í ílátum.
Íbúar munu sjálfir þurfa að koma þá þessum úrgangi sínum til móttökustöðvar að Sólbakka 12.

 

Tengdar fréttir

14. nóvember, 2025
Fréttir

Ráð gert fyrir 234 m.kr. afgangi af rekstri Borgarbyggðar 2026 og framkvæmt samkvæmt áætlun

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar var afgreidd frá fyrri umræðu í sveitarstjórn í gær. Á árinu 2026 er gert ráð fyrir rekstrarafgangi af A-hluta að fjárhæð 234 m.kr. og að veltufé frá rekstri verði 727 m.kr. sem samsvarar 9,8% framlegð en tekjur eru áætlaðar 7.441 m.kr. Fjárfestingar Borgarbyggðar hafa verið miklar eins og gert var ráð fyrir í þeim áætlunum sem unnið hefur verið eftir síðastliðin …

14. nóvember, 2025
Fréttir

Borgarbyggð eflir mál og læsi í leikskólum með nýju samstarfi

Borgarbyggð og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hafa gert með sér samstarfssamning um verkefnið Mál og læsi: Snemmtæk íhlutun í leikskólum. Markmið verkefnisins er að hámarka árangur allra barna hvað varðar málþroska og grunnþætti læsis og fyrirbyggja eða draga þannig úr líkum á að þau glími við lestrarerfiðleika seinna meir. Einnig er markmiðið að auka þekkingu og hæfni alls starfsfólks leikskólanna …