Deildarstjóri við leikskólann Klettaborg
Laus er til umsóknar staða deildarstjóra í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi, sem verður fjögurra deilda leikskóli í byrjun árs 2026.
Leitað er að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í faglegu leikskólastarfi þar sem þroski og velferð barna er í fyrirrúmi.
Umsóknarfrestur er til 21. nóvember 2025.
Mynd- og textílmenntakennari á Kleppjárnsreykjum
Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir mynd- og textílmenntakennara í afleysingu, um er að ræða 80% starf.
Aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni Óðal
Borgarbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman einstakling í starf aðstoðarforstöðumanns í félagsmiðstöðinni Óðal. Um er að ræða 80% starf.
Umsóknarfrestur er til 25. nóvember 2025.
Nánari upplýsingar má finna hér á starfasíðu Borgarbyggðar.
Tengdar fréttir

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3
Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026
Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér: Reglur um …