4. mars, 2024
Fréttir

Stuðningsfulltrúi óskast í sumarstarf hjá búsetuþjónustu Borgarbyggðar í 100% starfsfhlutfall. Skemmtilegt starf fyrir fólk sem elskar að vinna með fólki. Unnið er á fjölbreyttum vöktum.

Áætlað ráðningatímabil er frá 15. maí til 31. ágúst 2024.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Leiðbeinir íbúum og aðstoðar þá við athafnir daglegs lífs, heimilishald og dagleg verkefni eftir því sem við á og þörf krefur
 • Sinnir umönnun og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoðar þá varðandi félagslega og heilsufarslega þætti
 • Stuðlar að jákvæðum samskiptum við íbúa og annað samstarfsfólk
 • Veitir félagslegan stuðning í fjölbreyttum aðstæðum
 • Styður íbúa til þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Góð almenn menntun
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Hæfni til að sýna umhyggju, skilning, virðingu og þolinmæði
 • Íslenskukunnátta á stigi B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum er skilyrði
 • Ökuréttindi B
 • Hreint sakavottorð

Sótt er um starfið inná starfasíðu Borgarbyggðar hér: https://alfred.is/starf/spennandi-sumarstarf-i-busetuthjonustu

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.