 
  Stuðningsfulltrúi óskast í sumarstarf hjá búsetuþjónustu Borgarbyggðar í 100% starfsfhlutfall. Skemmtilegt starf fyrir fólk sem elskar að vinna með fólki. Unnið er á fjölbreyttum vöktum.
Áætlað ráðningatímabil er frá 15. maí til 31. ágúst 2024.
- Leiðbeinir íbúum og aðstoðar þá við athafnir daglegs lífs, heimilishald og dagleg verkefni eftir því sem við á og þörf krefur
- Sinnir umönnun og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoðar þá varðandi félagslega og heilsufarslega þætti
- Stuðlar að jákvæðum samskiptum við íbúa og annað samstarfsfólk
- Veitir félagslegan stuðning í fjölbreyttum aðstæðum
- Styður íbúa til þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum
- Góð almenn menntun
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Hæfni til að sýna umhyggju, skilning, virðingu og þolinmæði
- Íslenskukunnátta á stigi B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum er skilyrði
- Ökuréttindi B
- Hreint sakavottorð
Sótt er um starfið inná starfasíðu Borgarbyggðar hér: https://alfred.is/starf/spennandi-sumarstarf-i-busetuthjonustu
Tengdar fréttir

Hlýnandi veður og möguleg asahláka um helgina
Vakin er athygli á að hlýnandi veður er spáð á morgun (31.10) og um helgina. Búast má við mögulegri asahláku. Slíkt getur skapað hálku og leysingar á götum, stígum og lóðum, sérstaklega þar sem klaki og snjór bráðna hratt. Íbúar eru hvattir til að tryggja að niðurföll við heimili þeirra séu opin og laus við snjó og klaka, svo frárennsli …

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2025
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar veitti í morgun árleg verðlaun til einstaklinga og fyrirtækja sem skara fram úr í umhirðu og fegrun umhverfis í sveitarfélaginu. Einnig voru afhentar samfélagsviðurkenningar og sérstök ný viðurkenning. Sigrún Ólafsdóttir, formaður nefndarinnar, veitti viðurkenningar fyrir hönd nefnarinnar. Verðlaunin endurspegla mikla samfélagsvitund og virðingu fyrir umhverfinu í Borgarbyggð og eru hvatning til íbúa og fyrirtækja til áframhaldandi …