
Spennandi sumarnámskeið fyrir börn fædd 2011 – 2014.
Dansnámskeið
Tveggja vikna námskeið í Borgarnesi frá 24. Júní – 5 júlí 2024
Tími: Kl 13:00 – 14:00
Staðsetning: Íþróttahúsið í Borgarnesi.
Verð: 5.300 kr.
Viku námskeið á Kleppjárnsreykjum 08. – 12. júlí 2024
Tími: Kl 14:00 – 15:00
Staðsetning: Íþróttahúsið á Kleppjárnsreykjum
Verð: 2.650 kr.
Markmið námskeiðsins er að hafa gaman, læra skemmtilega dansa í takt við skemmtilega tónlist.
Um Nadíu kennara námskeiðsins:
Nadía hefur æft dans frá 6. ára aldri. Hún hefur æft ýmsa dansstíla eins og ballet, jazzballet, nútímadans, musical theatre, stepdans og fleiri stíla en hefur lagt áherslu á street dans stíla eins og hiphop, dancehall, house og fleira frá 11 ára aldri og hefur kennt síðastliðinn þrjú ár nemendum alveg frá 5 ára aldri.
Hún hefur undirbúið og tekið þátt í fullt af sýningum bæði hér á landi og erlendis. Sýnt á sýningum eins og Barnamenningarhátíðinni í Eldborg, Hörpu, út um allan miðbæ Reykjavíkur á 17. júní, Menningarnótt og fleiri hátíðum, í auglýsingum, myndböndum og fleira. Hún hefur einnig keppt bæði hér á landi og í Svíþjóð, Ítalíu og Portúgal.
Nadía er hress og orkumikill dansari sem er spennt að taka á móti ykkur og kynna ykkur fyrir flottum og skemmtilegum street dans stílum sem eru vinsælir út um allan heim.
Námskeið með Húlludúllu í Borgarnesi
Hvenær: 18.-21 júní 2024
Tími: 16:00 – 18:00
Staðsetning: Íþróttahúsinu í Borgarnesi
Verð: 4.240 kr.
Hver er Húlladúllan?
Húlladúllan er Unnur María Máney Bergsveinsdóttir. Hún er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona, búsett á Ólafsfirði. Hún hefur starfað með Sirkus Íslands og breska sirkusnum Let’s Circus og hefur komið fram á ýmsum sirkussýningum í Frakklandi, Bretlandi og í Mexíkó. Auk þess að leika listir sínar kennir hún bæði börnum og fullorðnum hinar ýmsu sirkuslistir, með sérstakri áherslu á húlla, akró, loftfimleika og jafnvægiskúnstir. Hún lauk húllakennaranámi frá Live Love Hoop í Bristol árið 2016 og alþjóðlegu Social Circus kennaranámi á vegum Caravan sirkussamtakanna og Evrópusambandsins árið 2019. Unnur Máney starfar einnig með kabarettinum Drag-Súgi og með Reykjavík Kabarett og er stofnandi Akró Ísland hópsins.
https://hulladullan.is/
Skráning fer fram á síðunni www.sumar.vala.is
Frekari upplýsingar veitir Hugrún Hulda forstöðukona í sumarfjörinu.
S: 847-7997
Tölvupóstur: hugrun.gudjonsdottir@borgarbyggd.is
Tengdar fréttir

Tilkynning frá Veitum
Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu
Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.