Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar flutti atriði úr söngleiknum OLIVER eftir Lionel Bart í Óðali í Borgarnesi í byrjun maí við góðar undirtektir. Söngleikjadeildin hefur sýnt söngleiki reglulega frá árinu 2004, eða frá því að skólinn fékk sitt eigið húsnæði í Borgrnesi. Á þessum tuttugu árum hafa nemendurnir fengið kennslu bæði í söng og leiklist.
Hér má sjá lagið „Hvað sem er“ flutt af söngleikjabörnunum. Theodóra Þorsteinsdóttir stjórnar tónlist, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir leikstýrir og Jónína Erna Arnardóttir leikur með á píanó.
Tengdar fréttir

Jólahús og jólagata Borgarbyggðar 2025
Nú er komið að því – leitin að jólahúsi og jólagötu Borgarbyggðar árið 2025 er hafin! Í fyrra var það Smiðjuholt í Reykholti sem hlaut nafnbótina Jólahús Borgarbyggðar 2025 og Kvíaholt í Borgarnesi var svo valin jólalegasta gatan. Viltu tilnefna jólalegasta húsið og jólalegustu götuna? Ábendingar þurfa að berast fyrir 23. desember. Ábendingar má senda inn hér. Sigurvegarar verða svo …

Ráðstöfun frístundastyrks fyrir börn og ungmenni í Borgarbyggð
Frístundastyrkurinn er 40.000 krónur á ári fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára og 14.000 krónur á ári fyrir börn á aldrinum 0-5 ára sem hafa lögheimili í Borgarbyggð. Styrkupphæðin ákvarðast við gerð fjárhagsáætlunar og gildir frá 1.janúar til og með 31.desember ár hvert. Styrkinn er svo hægt að nýta til að lækka gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og …