11. júní, 2024
Fréttir

Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar flutti atriði úr söngleiknum OLIVER eftir Lionel Bart í Óðali í Borgarnesi í byrjun maí við góðar undirtektir. Söngleikjadeildin hefur sýnt söngleiki reglulega frá árinu 2004, eða frá því að skólinn fékk sitt eigið húsnæði í Borgrnesi. Á þessum tuttugu árum hafa nemendurnir fengið kennslu bæði í söng og leiklist.

Hér má sjá lagið „Hvað sem er“ flutt af söngleikjabörnunum. Theodóra Þorsteinsdóttir stjórnar tónlist, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir leikstýrir og Jónína Erna Arnardóttir leikur með á píanó.

Tengdar fréttir

5. nóvember, 2025
Fréttir

Tilkynning frá Veitum

Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

4. nóvember, 2025
Fréttir

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu

Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.