11. júní, 2024
Fréttir

Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar flutti atriði úr söngleiknum OLIVER eftir Lionel Bart í Óðali í Borgarnesi í byrjun maí við góðar undirtektir. Söngleikjadeildin hefur sýnt söngleiki reglulega frá árinu 2004, eða frá því að skólinn fékk sitt eigið húsnæði í Borgrnesi. Á þessum tuttugu árum hafa nemendurnir fengið kennslu bæði í söng og leiklist.

Hér má sjá lagið „Hvað sem er“ flutt af söngleikjabörnunum. Theodóra Þorsteinsdóttir stjórnar tónlist, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir leikstýrir og Jónína Erna Arnardóttir leikur með á píanó.

Tengdar fréttir

5. janúar, 2026
Fréttir

Jólahús og jólagata Borgarbyggðar 2025

Jólahús Borgarbyggðar 2025 er Garðavík 9 í Borgarnesi. Það er niðurstaða jólaleiks sem stóð yfir á heimasíðu Borgarbyggðar í desember. Þar búa hjónin Dóra Gísladóttir og Jakob Guðmundsson, en húsið þeirra, gluggar og garðurinn er fagurlega skreytt af miklum metnaði.  Sjón er sögu ríkari og sannarlega þess virði að líta á húsið og garðinn í Garðavík. Við óskum þeim innilega til hamingju …

2. janúar, 2026
Fréttir

Þrettándagleði í Borgarnesi