11. júní, 2024
Fréttir

Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar flutti atriði úr söngleiknum OLIVER eftir Lionel Bart í Óðali í Borgarnesi í byrjun maí við góðar undirtektir. Söngleikjadeildin hefur sýnt söngleiki reglulega frá árinu 2004, eða frá því að skólinn fékk sitt eigið húsnæði í Borgrnesi. Á þessum tuttugu árum hafa nemendurnir fengið kennslu bæði í söng og leiklist.

Hér má sjá lagið „Hvað sem er“ flutt af söngleikjabörnunum. Theodóra Þorsteinsdóttir stjórnar tónlist, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir leikstýrir og Jónína Erna Arnardóttir leikur með á píanó.

Tengdar fréttir

18. desember, 2025
Fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar

Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

16. desember, 2025
Fréttir

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.