Borgarbyggð hefur samið við endurvinnslufyrirtækið Hringrás ehf. um söfnun ákveðinna úrgangsflokka í dreifbýli haustið 2024.
Í samkomulaginu felst að Hringrás mun sækja heim eftirfarandi flokka íbúum að kostnaðarlausu:
- Bílflök og annað almennt brotajárn
- Ryðfrítt stál og ál
- Rafgeyma
- Rafmótora
- Hjólbarða
Fyrirkomulagið er þannig að íbúar safna úrgangsefni saman á einn stað við heimili sín þangað sem Hringrás sækir efnið. Hringrás tekur á móti pöntunum í síma 5501900 eða afgreidsla@hringras.is.
Við pöntun þarf að koma fram:
- Nafn, sími og netfang þess sem pantar
- Nákvæm staðsetning (bær og svæði)
- Áætlað magn
Frekari upplýsingar veitir Hafþór Ægir Þórsson hjá Hringrás í síma 6608916.
Frestur til að senda inn pöntun er til 1. nóvember 2024
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd hefur ákveðið að söfnun á timbri fari fram vorið 2025. Eftir samtöl á þjónustustefnufundum verður farið í þróun og skoðun á hreinsunarátökum í sveitarfélaginu.
Tengdar fréttir

Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og mikilvægt framlag til samfélagsmála í heimabyggð. Rósa hefur starfað sem sjálfboðaliði undir merkjum Ungmennafélagsins Íslendings og Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) frá árinu 1980. Framlag Rósu til félags- og …

Rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka
Vegna tæknilegra örðuleika er ekki hægt að afhenda rafrænklippikort vegna gámstöðvar til þeirra sem ekki hafa þegar sótt sitt kort. Unnið er að lausn á málinu og við munum uppfæra stöðuna um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.