Borgarbyggð hefur samið við endurvinnslufyrirtækið Hringrás ehf. um söfnun ákveðinna úrgangsflokka í dreifbýli haustið 2024.
Í samkomulaginu felst að Hringrás mun sækja heim eftirfarandi flokka íbúum að kostnaðarlausu:
- Bílflök og annað almennt brotajárn
- Ryðfrítt stál og ál
- Rafgeyma
- Rafmótora
- Hjólbarða
Fyrirkomulagið er þannig að íbúar safna úrgangsefni saman á einn stað við heimili sín þangað sem Hringrás sækir efnið. Hringrás tekur á móti pöntunum í síma 5501900 eða afgreidsla@hringras.is.
Við pöntun þarf að koma fram:
- Nafn, sími og netfang þess sem pantar
- Nákvæm staðsetning (bær og svæði)
- Áætlað magn
Frekari upplýsingar veitir Hafþór Ægir Þórsson hjá Hringrás í síma 6608916.
Frestur til að senda inn pöntun er til 1. nóvember 2024
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd hefur ákveðið að söfnun á timbri fari fram vorið 2025. Eftir samtöl á þjónustustefnufundum verður farið í þróun og skoðun á hreinsunarátökum í sveitarfélaginu.
Tengdar fréttir

271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn, 13. nóvember 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: 271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Streymi frá fundinum má finna hér.

Viljayfirlýsing við Festi um uppbyggingu í Brákarey
Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing milli Festis ehf. og Borgarbyggðar sem hefur það að markmiði að gera samkomulag um uppbyggingu í Brákarey. Vinna við nýtt deiliskipulag fyrir Brákarey er langt komin og áætlað að það verði auglýst eigi síðar en í mars. Það skipulag byggir á hugmynda- og skipulagsvinnu sem Festir kynnti fyrir Borgarbyggð og íbúum sumarið 2024 og hefur það …