23. október, 2024
Fréttir

Borgarbyggð hefur samið við endurvinnslufyrirtækið Hringrás ehf. um söfnun ákveðinna úrgangsflokka í dreifbýli haustið 2024.

Í samkomulaginu felst að Hringrás mun sækja heim eftirfarandi flokka íbúum að kostnaðarlausu:

  • Bílflök og annað almennt brotajárn
  • Ryðfrítt stál og ál
  • Rafgeyma
  • Rafmótora
  • Hjólbarða

Fyrirkomulagið er þannig að íbúar safna úrgangsefni saman á einn stað við heimili sín þangað sem Hringrás sækir efnið. Hringrás tekur á móti pöntunum í síma 5501900 eða afgreidsla@hringras.is.

Við pöntun þarf að koma fram:

  • Nafn, sími og netfang þess sem pantar
  • Nákvæm staðsetning (bær og svæði)
  • Áætlað magn

Frekari upplýsingar veitir Hafþór Ægir Þórsson hjá Hringrás í síma 6608916.

 

Frestur til að senda inn pöntun er til 1. nóvember 2024

 

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd hefur ákveðið að söfnun á timbri fari fram vorið 2025. Eftir samtöl á þjónustustefnufundum verður farið í þróun og skoðun á hreinsunarátökum í sveitarfélaginu.

Tengdar fréttir

25. nóvember, 2025
Fréttir

Samhugur í Borgarbyggð

Íbúar í Borgarbyggð, í samvinnu við Borgarfjarðarkirkjur og Rauða Krossinn á Vesturlandi, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin. Hópurinn “Samhugur í Borgarbyggð” safnar gjöfum, gjafakortum og peningum á skrifstofu Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi, einnig er hægt að leggja inn á reikning sem kirkjan hefur látið Samhug í té, rkn. 0357-22-2688, kt. …

24. nóvember, 2025
Fréttir

Aðventuhátíð Borgarbyggðar 2025

Aðventuhátíð Borgarbyggðar verður haldin í Skallagrímsgarði, fyrsta  í aðventu, þann 30. nóvember klukkan 16:00. Jólaljósin verða tendruð við skemmtilega dagskrá. Þau Árni Beinteinn og Sylvía Erla frá bestu lögum barnanna mæta, jólasveinar kíkja í heimsókn, Kristbjörg Ragney og Guðrún Katrín frá Listaskóla Borgarfjarðar syngja vel valin jólalög. Smákökur og kakó verða svo auðvitað á sínum stað ásamt jólamarkaði Öldunnar. Kynnir …