Borgarbyggð hefur samið við endurvinnslufyrirtækið Hringrás ehf. um söfnun ákveðinna úrgangsflokka í dreifbýli haustið 2024.
Í samkomulaginu felst að Hringrás mun sækja heim eftirfarandi flokka íbúum að kostnaðarlausu:
- Bílflök og annað almennt brotajárn
- Ryðfrítt stál og ál
- Rafgeyma
- Rafmótora
- Hjólbarða
Fyrirkomulagið er þannig að íbúar safna úrgangsefni saman á einn stað við heimili sín þangað sem Hringrás sækir efnið. Hringrás tekur á móti pöntunum í síma 5501900 eða afgreidsla@hringras.is.
Við pöntun þarf að koma fram:
- Nafn, sími og netfang þess sem pantar
- Nákvæm staðsetning (bær og svæði)
- Áætlað magn
Frekari upplýsingar veitir Hafþór Ægir Þórsson hjá Hringrás í síma 6608916.
Frestur til að senda inn pöntun er til 1. nóvember 2024
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd hefur ákveðið að söfnun á timbri fari fram vorið 2025. Eftir samtöl á þjónustustefnufundum verður farið í þróun og skoðun á hreinsunarátökum í sveitarfélaginu.
Tengdar fréttir

Ábending varðandi flokkun á lífrænum úrgangi
Borgarbyggð vill minna íbúa á að lífrænn úrgangur á eingöngu að fara í bréfpoka áður en úrgangurinn er settur í lífrænu tunnuna. Undanfarið hefur borið á því að notaðir séu höldupokar úr verslunum og jafnframt maíspokar, sem ekki eru leyfilegir. Sorpa gerir athugasemd við þetta og tilkynnir að ekki verði tekið við slíkum pokum. Vegna bilunar í hreinsunarbíl í síðustu viku …

Rafmagnslaust á Mýrum 3.12
Vegna tenginga á nýju háspennukerfi verður rafmagnslaust á Mýrum þann 3. desember nk frá kl.11:00 til kl. 17:00. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma meðan á framkvæmd stendur vegna prófana. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Einnig er hægt að sjá kort af svæðinu hér.