23. október, 2024
Fréttir

Borgarbyggð hefur samið við endurvinnslufyrirtækið Hringrás ehf. um söfnun ákveðinna úrgangsflokka í dreifbýli haustið 2024.

Í samkomulaginu felst að Hringrás mun sækja heim eftirfarandi flokka íbúum að kostnaðarlausu:

  • Bílflök og annað almennt brotajárn
  • Ryðfrítt stál og ál
  • Rafgeyma
  • Rafmótora
  • Hjólbarða

Fyrirkomulagið er þannig að íbúar safna úrgangsefni saman á einn stað við heimili sín þangað sem Hringrás sækir efnið. Hringrás tekur á móti pöntunum í síma 5501900 eða afgreidsla@hringras.is.

Við pöntun þarf að koma fram:

  • Nafn, sími og netfang þess sem pantar
  • Nákvæm staðsetning (bær og svæði)
  • Áætlað magn

Frekari upplýsingar veitir Hafþór Ægir Þórsson hjá Hringrás í síma 6608916.

 

Frestur til að senda inn pöntun er til 1. nóvember 2024

 

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd hefur ákveðið að söfnun á timbri fari fram vorið 2025. Eftir samtöl á þjónustustefnufundum verður farið í þróun og skoðun á hreinsunarátökum í sveitarfélaginu.

Tengdar fréttir

16. október, 2025
Fréttir

Starfamessa 2025

Starfamessa fór fram í Hjálmakletti, Borgarnesi þann 14. október sl. Starfamessan er vettvangur þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna fjölbreytt störf, starfsgreinar og menntunarmöguleika fyrir nemendum og öðrum áhugasömum. Um fjörutíu fyrirtæki og stofnanir tóku þátt, þar sem starfsemi þeirra var kynnt  fyrir nemendum úr tveimur elstu bekkjum grunnskólanna í héraðinu. Að því loknu, eða upp úr hádegi bauðst  …

16. október, 2025
Fréttir

Leikskólabörn heimsækja ráðhúsið

Ráðhúsið fékk skemmtilega heimsókn frá flottum hópi barna úr leikskólanum Ugluklett í gær. En heimsókn þessi er hluti af verkefni þar sem þau brjóta upp daglegt starf og heimsækja stofnanir og fyrirtæki. Heimsóknin nýttist til að sýna þeim frá daglegu starfi í ráðhúsinu en fyrst og fremst að eiga við þau samtal og heyra þeirra skoðanir, sem þóttu sterkar og …