23. október, 2024
Fréttir

Borgarbyggð hefur samið við endurvinnslufyrirtækið Hringrás ehf. um söfnun ákveðinna úrgangsflokka í dreifbýli haustið 2024.

Í samkomulaginu felst að Hringrás mun sækja heim eftirfarandi flokka íbúum að kostnaðarlausu:

  • Bílflök og annað almennt brotajárn
  • Ryðfrítt stál og ál
  • Rafgeyma
  • Rafmótora
  • Hjólbarða

Fyrirkomulagið er þannig að íbúar safna úrgangsefni saman á einn stað við heimili sín þangað sem Hringrás sækir efnið. Hringrás tekur á móti pöntunum í síma 5501900 eða afgreidsla@hringras.is.

Við pöntun þarf að koma fram:

  • Nafn, sími og netfang þess sem pantar
  • Nákvæm staðsetning (bær og svæði)
  • Áætlað magn

Frekari upplýsingar veitir Hafþór Ægir Þórsson hjá Hringrás í síma 6608916.

 

Frestur til að senda inn pöntun er til 1. nóvember 2024

 

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd hefur ákveðið að söfnun á timbri fari fram vorið 2025. Eftir samtöl á þjónustustefnufundum verður farið í þróun og skoðun á hreinsunarátökum í sveitarfélaginu.

Tengdar fréttir

28. nóvember, 2025
Fréttir

Tilkynning frá veitum vegna framkvæmda á Borgarbraut

Veitur loka hluta Borgarbrautar við nýbyggingu nr. 63 vegna tengingar húss við veitulagnir. Fyrirhuguð lokun er mánudaginn 1. desember 2025 og áætlað er að opna aftur föstudaginn, 5. desember 2025*(*með fyrirvara um breytingar) Hjáleið verður um Brúartorg. Við biðjum vegfarendur og íbúa að sýna þolinmæði og aðgát þegar farið er um svæðið meðan á framkvæmdum stendur.

26. nóvember, 2025
Fréttir

Aldan lokuð 28. nóvember

Vegna námskeiðs fyrir leiðbeinendur verður lokað í Öldunni föstudaginn 28. nóvember. Námskeiðið er haldið í tengslum við innleiðingu á þjónandi leiðsögn. Aldan tekur svo vel á móti öllum mánudaginn 1. desember.Þökkum skilning og hlökkum til að sjá ykkur!