22. janúar, 2024
Fréttir

Borgarbyggð hefur sett í auglýsingu á heimasíðu sinni fjölda nýrra lóða fyrir atvinnuhúsnæði við Vallarás. Jafnframt er auglýstur fjöldi nýrra lóða fyrir einbýlishús, raðhús og parhús í Flatahverfi á Hvanneyri. Ennfremur eru komnar í auglýsingu lóðir fyrir parhús við Þórðargötu og fjölbýlishús við Kveldúlfsgötu í Borgarnesi. Listi yfir lausar lóðir er á heimasíðu Borgarbyggðar ásamt uppdráttum að deiliskipulagi og skilmálum auk reglna um úthlutun lóða.

Samtals eru nú auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins 37 lóðir fyrir atvinnuhúsnæði og 26 lóðir fyrir íbúðarhúsnæði af ýmsu tagi. Framundan er frekari kynning á lóðunum og fyrirhugaður er fundur með atvinnurekendum í Borgarbyggð um þau tækifæri sem skapast í nýju hverfi fyrir atvinnulíf við Vallarás. Verður hann auglýstur von bráðar.

Tengdar fréttir

6. janúar, 2026
Fréttir

Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og mikilvægt framlag til samfélagsmála í heimabyggð. Rósa hefur starfað sem sjálfboðaliði undir merkjum Ungmennafélagsins Íslendings og Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) frá árinu 1980. Framlag Rósu til félags- og …

6. janúar, 2026
Fréttir

Rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka

Vegna tæknilegra örðuleika er ekki hægt að afhenda rafrænklippikort vegna gámstöðvar til þeirra sem ekki hafa þegar sótt sitt kort. Unnið er að lausn á málinu og við munum uppfæra stöðuna um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.