22. janúar, 2024
Fréttir

Borgarbyggð hefur sett í auglýsingu á heimasíðu sinni fjölda nýrra lóða fyrir atvinnuhúsnæði við Vallarás. Jafnframt er auglýstur fjöldi nýrra lóða fyrir einbýlishús, raðhús og parhús í Flatahverfi á Hvanneyri. Ennfremur eru komnar í auglýsingu lóðir fyrir parhús við Þórðargötu og fjölbýlishús við Kveldúlfsgötu í Borgarnesi. Listi yfir lausar lóðir er á heimasíðu Borgarbyggðar ásamt uppdráttum að deiliskipulagi og skilmálum auk reglna um úthlutun lóða.

Samtals eru nú auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins 37 lóðir fyrir atvinnuhúsnæði og 26 lóðir fyrir íbúðarhúsnæði af ýmsu tagi. Framundan er frekari kynning á lóðunum og fyrirhugaður er fundur með atvinnurekendum í Borgarbyggð um þau tækifæri sem skapast í nýju hverfi fyrir atvinnulíf við Vallarás. Verður hann auglýstur von bráðar.

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.