22. janúar, 2024
Fréttir

Borgarbyggð hefur sett í auglýsingu á heimasíðu sinni fjölda nýrra lóða fyrir atvinnuhúsnæði við Vallarás. Jafnframt er auglýstur fjöldi nýrra lóða fyrir einbýlishús, raðhús og parhús í Flatahverfi á Hvanneyri. Ennfremur eru komnar í auglýsingu lóðir fyrir parhús við Þórðargötu og fjölbýlishús við Kveldúlfsgötu í Borgarnesi. Listi yfir lausar lóðir er á heimasíðu Borgarbyggðar ásamt uppdráttum að deiliskipulagi og skilmálum auk reglna um úthlutun lóða.

Samtals eru nú auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins 37 lóðir fyrir atvinnuhúsnæði og 26 lóðir fyrir íbúðarhúsnæði af ýmsu tagi. Framundan er frekari kynning á lóðunum og fyrirhugaður er fundur með atvinnurekendum í Borgarbyggð um þau tækifæri sem skapast í nýju hverfi fyrir atvinnulíf við Vallarás. Verður hann auglýstur von bráðar.

Tengdar fréttir

18. september, 2025
Fréttir

Beactive hreyfivika í Borgarbyggð árið 2025- Finndu þína hreyfingu!

Hugmyndafræði Beactive hreyfivikunnar í Borgarbyggð árið 2025 byggir á samveru fjölskyldunnar og mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Við viljum skapa vettvang þar sem öll fjölskyldan – börn, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur, við öll – getum tekið þátt saman í skemmtilegum og hvetjandi viðburðum sem stuðla að bættri heilsu, vellíðan og tengslum. Dagskráin er fjölbreytt og aðgengileg fyrir …

18. september, 2025
Fréttir

Endurvinnslukort Borgarbyggðar- Ertu með kortið?

Allir fasteignaeigendur í Borgarbyggð sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis geta sótt rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka. Kortið virkar þannig að þegar komið er inn á gámasvæðið er kortið skannað, starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Starfsmaður gámasvæðis metur magn og tekur út …