22. janúar, 2024
Fréttir

Borgarbyggð hefur sett í auglýsingu á heimasíðu sinni fjölda nýrra lóða fyrir atvinnuhúsnæði við Vallarás. Jafnframt er auglýstur fjöldi nýrra lóða fyrir einbýlishús, raðhús og parhús í Flatahverfi á Hvanneyri. Ennfremur eru komnar í auglýsingu lóðir fyrir parhús við Þórðargötu og fjölbýlishús við Kveldúlfsgötu í Borgarnesi. Listi yfir lausar lóðir er á heimasíðu Borgarbyggðar ásamt uppdráttum að deiliskipulagi og skilmálum auk reglna um úthlutun lóða.

Samtals eru nú auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins 37 lóðir fyrir atvinnuhúsnæði og 26 lóðir fyrir íbúðarhúsnæði af ýmsu tagi. Framundan er frekari kynning á lóðunum og fyrirhugaður er fundur með atvinnurekendum í Borgarbyggð um þau tækifæri sem skapast í nýju hverfi fyrir atvinnulíf við Vallarás. Verður hann auglýstur von bráðar.

Tengdar fréttir

2. desember, 2025
Fréttir

Ábending varðandi flokkun á lífrænum úrgangi

Borgarbyggð vill minna íbúa á að lífrænn úrgangur á eingöngu að fara í bréfpoka áður en úrgangurinn er settur í lífrænu tunnuna. Undanfarið hefur borið á því að notaðir séu höldupokar úr verslunum og jafnframt maíspokar, sem ekki eru leyfilegir. Sorpa gerir athugasemd við þetta og tilkynnir að ekki verði tekið við slíkum pokum. Vegna bilunar í hreinsunarbíl í síðustu viku …

2. desember, 2025
Fréttir

Rafmagnslaust á Mýrum 3.12

Vegna tenginga á nýju háspennukerfi verður rafmagnslaust á Mýrum þann 3. desember nk frá kl.11:00 til kl. 17:00. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma meðan á framkvæmd stendur vegna prófana. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Einnig er hægt að sjá kort af svæðinu hér.