15. maí, 2024
Fréttir

Hér í Borgarbyggð hefur verið unnið að því að auka við félagsstarf aldraðra. Á fundi með formönnum félaga eldri borgara og Öldungarráði síðastliðið haust var meðal annars rætt hvað mætti bæta þegar kemur að félagsstarfinu. Margar góðar hugmyndir komu fram, m.a. hvort hægt væri að koma á smíðaaðstöðu.

Gaman er að segja frá því að sú hugmynd hefur nú orðið að veruleika í samstarfi við Ölduna. Til stendur að bjóða upp á opna daga í Öldunni, á miðvikudögum og föstudögum frá kl. 09:00-15:00. Á þeim tíma gefst eldri borgurum kostur á að nýta smíðaaðstöðuna sem er þar til staðar en einnig koma að uppbyggingu á verkefninu. Nú nýverið var einnig sett upp gróðurhús og væri gaman ef eldri borgarar hefðu áhuga á því að taka þátt í að gera það blómlegt. Með þessu samstarfi sjáum við fyrir okkur að bæði eldri borgarar og þeir sem sækja Ölduna fái tækifæri til að auka samveru, njóta góðs félagsskapar og þeirra tækifæra sem samstarfið bíður upp á.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum er hægt að hafa samband við Kristínu Kristjánsdóttur, deildarstjóra félagsstarfs aldraðra  í síma 433-7270 eða Heiðdísi Rósu Svavarsdóttur, forstöðumann í Öldunni í síma 433-7440

Tengdar fréttir

5. nóvember, 2025
Fréttir

Tilkynning frá Veitum

Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

4. nóvember, 2025
Fréttir

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu

Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.