22. maí, 2024
Fréttir

Kæru íbúar
Vikuna 21.-24. maí hefjast framkvæmdir í Sæunnargötu. Veitur í samstarfi við Borgarbyggð og Rarik munu á framkvæmdatímanum endurnýja allar lagnir í götunni, skipta um yfirborð götu og malbika hana. Heimlagnir að einstaka húsum verða endurnýjaðar og fá íbúar þeirra húsa upplýsingar um það sérstaklega.

Framkvæmdir munu standa fram á haust í áföngum og götunni lokað þar sem unnið er hverju sinni.
Fyrsti áfanginn er frá Borgarbraut að Berugötu og verður Berugötu haldið opinni eins lengi og mögulegt er. Hjáleiðir verða settar upp og áhersla lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks.

Mynd af vinnusvæðinu og nánari upplýsingar má finna á vef Veitna https://www.veitur.is/framkvaemdir/blt965b7515531872e2

Endurnýjun tryggir öllum íbúum nauðsynlega innviði til framtíðar.

Með kveðju,
starfsfólk Veitna, Rarik og Borgarbyggðar

Tengdar fréttir

18. september, 2025
Fréttir

Beactive hreyfivika í Borgarbyggð árið 2025- Finndu þína hreyfingu!

Hugmyndafræði Beactive hreyfivikunnar í Borgarbyggð árið 2025 byggir á samveru fjölskyldunnar og mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Við viljum skapa vettvang þar sem öll fjölskyldan – börn, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur, við öll – getum tekið þátt saman í skemmtilegum og hvetjandi viðburðum sem stuðla að bættri heilsu, vellíðan og tengslum. Dagskráin er fjölbreytt og aðgengileg fyrir …

18. september, 2025
Fréttir

Endurvinnslukort Borgarbyggðar- Ertu með kortið?

Allir fasteignaeigendur í Borgarbyggð sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis geta sótt rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka. Kortið virkar þannig að þegar komið er inn á gámasvæðið er kortið skannað, starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Starfsmaður gámasvæðis metur magn og tekur út …