Kæru íbúar
Vikuna 21.-24. maí hefjast framkvæmdir í Sæunnargötu. Veitur í samstarfi við Borgarbyggð og Rarik munu á framkvæmdatímanum endurnýja allar lagnir í götunni, skipta um yfirborð götu og malbika hana. Heimlagnir að einstaka húsum verða endurnýjaðar og fá íbúar þeirra húsa upplýsingar um það sérstaklega.
Framkvæmdir munu standa fram á haust í áföngum og götunni lokað þar sem unnið er hverju sinni.
Fyrsti áfanginn er frá Borgarbraut að Berugötu og verður Berugötu haldið opinni eins lengi og mögulegt er. Hjáleiðir verða settar upp og áhersla lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks.
Mynd af vinnusvæðinu og nánari upplýsingar má finna á vef Veitna https://www.veitur.is/framkvaemdir/blt965b7515531872e2
Endurnýjun tryggir öllum íbúum nauðsynlega innviði til framtíðar.
Með kveðju,
starfsfólk Veitna, Rarik og Borgarbyggðar
Tengdar fréttir
Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.