 
  Fimmtudaginn 6. nóvember nk. verður haldið reisugildi við nýja fjölnota íþróttahúsið í Borgarbyggð, í tilefni þess að búið sé að loka húsinu.
Hvetjum við öll til að mæta og skoða svæðið, boðið er upp á veitingar og léttar íþróttastöðvar þar sem hægt verður að sýna takta sína.
Framkvæmdir við húsið hófust formlega með skóflustungu þann 20. mars síðastliðin en með þessum áfanga má segja að verkið gangi vel og samkvæmt áætlun, en stefnt er að verklokum í ágúst 2026.
Reisugildi er gjarnan haldið þegar síðustu þaksperrur hússins hafa verið reistar og markar það lok burðarvirkjagerðar, sem er einn af mikilvægustu áföngum í byggingarframkvæmdum.
Þessi hefð þekkist á Íslandi og er tákn þakklætis og virðingar fyrir því mikla starfi sem verktakar, hönnuðir og aðrir að verkinu standa hafa lagt í.
Rétt er að taka fram að verið er að bjóða inn á vinnusvæði og því mikilvægt að fara varlega.
Tengdar fréttir

Hlýnandi veður og möguleg asahláka um helgina
Vakin er athygli á að hlýnandi veður er spáð á morgun (31.10) og um helgina. Búast má við mögulegri asahláku. Slíkt getur skapað hálku og leysingar á götum, stígum og lóðum, sérstaklega þar sem klaki og snjór bráðna hratt. Íbúar eru hvattir til að tryggja að niðurföll við heimili þeirra séu opin og laus við snjó og klaka, svo frárennsli …