Guðlaug Erlendsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi.
Guðlaug er með M.ed í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands, MA í félagsfræði frá sama skóla og BA í sálar- og afbrotafræði frá háskóla í Suður Afríku. Auk þess er hún með kennsluréttindi frá Kennaraháskóla Ísland og stundar nú doktorsnám við Háskóla Íslands.
Guðlaug er með góða reynslu af stjórnun og kennslu. Hún hefur starfað sem aðstoðarskólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur frá 2017 ásamt því að vera deildarstjóri miðstigs frá 2019. Hún hefur starfað við kennslu í skóla í Mósambík og Namibíu og sem umsjónarkennari í Fellaskóla, Brekkubæjarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar.
Við bjóðum Guðlaugu velkomna til starfa við Grunnskólann í Borgarnesi. Guðlaug mun formlega hefja störf við skólann frá og með 1. ágúst 2024 en verður með skólastjórnendum einhvern tíma nú í vor við undirbúning næsta skólaárs.
Tengdar fréttir

Jólagjöf til starfsfólks Borgarbyggðar
Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 15.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi …

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarbyggð
Fimmtudaginn 6. nóvember nk. verður haldið reisugildi við nýja fjölnota íþróttahúsið í Borgarbyggð, í tilefni þess að búið sé að loka húsinu. Hvetjum við öll til að mæta og skoða svæðið, boðið er upp á veitingar og léttar íþróttastöðvar þar sem hægt verður að sýna takta sína. Framkvæmdir við húsið hófust formlega með skóflustungu þann 20. mars síðastliðin en með …