3. apríl, 2024
Fréttir

Guðlaug Erlendsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi.

Guðlaug er með M.ed í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands, MA í félagsfræði frá sama skóla og BA í sálar- og afbrotafræði frá háskóla í Suður Afríku. Auk þess er hún með kennsluréttindi frá Kennaraháskóla Ísland og stundar nú doktorsnám við Háskóla Íslands.

Guðlaug er með góða reynslu af stjórnun og kennslu. Hún hefur starfað sem aðstoðarskólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur frá 2017 ásamt því að vera deildarstjóri miðstigs frá 2019. Hún hefur starfað við kennslu í skóla í Mósambík og Namibíu og sem umsjónarkennari í Fellaskóla, Brekkubæjarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar.

Við bjóðum Guðlaugu velkomna til starfa við Grunnskólann í Borgarnesi. Guðlaug mun formlega hefja störf við skólann frá og með 1. ágúst 2024 en verður með skólastjórnendum einhvern tíma nú í vor við undirbúning næsta skólaárs.

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.