3. apríl, 2024
Fréttir

Guðlaug Erlendsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi.

Guðlaug er með M.ed í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands, MA í félagsfræði frá sama skóla og BA í sálar- og afbrotafræði frá háskóla í Suður Afríku. Auk þess er hún með kennsluréttindi frá Kennaraháskóla Ísland og stundar nú doktorsnám við Háskóla Íslands.

Guðlaug er með góða reynslu af stjórnun og kennslu. Hún hefur starfað sem aðstoðarskólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur frá 2017 ásamt því að vera deildarstjóri miðstigs frá 2019. Hún hefur starfað við kennslu í skóla í Mósambík og Namibíu og sem umsjónarkennari í Fellaskóla, Brekkubæjarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar.

Við bjóðum Guðlaugu velkomna til starfa við Grunnskólann í Borgarnesi. Guðlaug mun formlega hefja störf við skólann frá og með 1. ágúst 2024 en verður með skólastjórnendum einhvern tíma nú í vor við undirbúning næsta skólaárs.

Tengdar fréttir

14. janúar, 2025
Fréttir

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn. Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða …

8. janúar, 2025
Fréttir

Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!