8. febrúar, 2024
Fréttir

KRAFTUR, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, ætlar að perla með Borgfirðingum þriðjudaginn, 13. febrúar í Safnahúsi Borgarfjarðar.  Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum  – komdu og perlaðu með Krafti til að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein.

Allir geta komið og perlað með KRAFTI milli kl. 15:00 – 18:00

Kaffi, drykkir og veitingar á staðnum

Tilvalið tækifæri til að eiga skemmtilega stund með fjölskyldu og vinum og um leið leggja góðu málefni lið.

Sjá nánar á fésbókarviðburði hér: https://www.facebook.com/events/410435074719839

Tengdar fréttir

11. nóvember, 2025
Fréttir

271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn, 13. nóvember 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: 271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar   Streymi frá fundinum má finna hér.    

11. nóvember, 2025
Fréttir

Viljayfirlýsing við Festi um uppbyggingu í Brákarey

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing milli Festis ehf. og Borgarbyggðar sem hefur það að markmiði að gera samkomulag um uppbyggingu í Brákarey. Vinna við nýtt deiliskipulag fyrir Brákarey er langt komin og áætlað að það verði auglýst eigi síðar en í mars. Það skipulag byggir á hugmynda- og skipulagsvinnu sem Festir kynnti fyrir Borgarbyggð og íbúum sumarið 2024 og hefur það …