8. febrúar, 2024
Fréttir

KRAFTUR, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, ætlar að perla með Borgfirðingum þriðjudaginn, 13. febrúar í Safnahúsi Borgarfjarðar.  Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum  – komdu og perlaðu með Krafti til að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein.

Allir geta komið og perlað með KRAFTI milli kl. 15:00 – 18:00

Kaffi, drykkir og veitingar á staðnum

Tilvalið tækifæri til að eiga skemmtilega stund með fjölskyldu og vinum og um leið leggja góðu málefni lið.

Sjá nánar á fésbókarviðburði hér: https://www.facebook.com/events/410435074719839

Tengdar fréttir

16. janúar, 2026
Fréttir

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi

Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta í sundlaug Borgarness. Verkið felur í sér hönnun, innkaup og uppsetningu nýrra vatnsrennibrauta á núverandi undirstöður, ásamt fullnaðarfrágangi. Helstu verkliðir: Hönnun og teikningagerð Aðstöðusköpun Niðurrif eldri búnaðar Vörukaup og tilheyrandi búnaður Uppsetning vatnsrennibrauta Fullnaðarfrágangur Nýjar vatnsrennibrautir skulu tengjast núverandi stigahúsi og vera festar á núverandi undirstöður. Innifalið í verki er að útvega viðeigandi …

15. janúar, 2026
Fréttir

Ný skólabygging Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum afhent

Í gær fór fram formleg afhending á nýju og glæsilegu skólahúsnæði Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum. Um er að ræða sérstaklega ánægjulegan áfanga, en ekki að það á hverjum degi sem að nýtt grunnskólahúsnæði er tekið í notkun í dreifbýli á Íslandi. Meðal gesta voru fulltrúar undirverktaka, skólastjórnendur, starfsfólk sveitarfélagsins og fulltrúar sveitarstjórnar. Við afhendinguna afhentu forsvarsmenn Byggingafélagsins Sjamma bygginguna formlega en …