KRAFTUR, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, ætlar að perla með Borgfirðingum þriðjudaginn, 13. febrúar í Safnahúsi Borgarfjarðar. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum – komdu og perlaðu með Krafti til að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein.
Allir geta komið og perlað með KRAFTI milli kl. 15:00 – 18:00
Kaffi, drykkir og veitingar á staðnum
Tilvalið tækifæri til að eiga skemmtilega stund með fjölskyldu og vinum og um leið leggja góðu málefni lið.
Sjá nánar á fésbókarviðburði hér: https://www.facebook.com/events/410435074719839
Tengdar fréttir
Framkvæmdir við Vallarás
Kæru íbúar Framundan eru gatnaframkvæmdir sem hefjast þann 22.janúar við Vallarás. Koma á fyrir ræsum og þar af leiðandi þarf að loka fyrir umferð á meðan framkvæmdum standa yfir. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir í 4 vikur. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Framkvæmdaraðilar verkefnisins eru Veitur, RARIK, og Borgarbyggð og …
Nú er hægt að bóka símtal og viðtal á vef Borgarbyggðar!
Íbúar geta nú bókað símtöl og viðtöl hjá ráðgjöfum og fulltrúum Borgarbyggðar beint í gegnum heimasíðuna. Tímabókunarhnappurinn, merktur „Bóka viðtal“, er staðsettur ofarlega, vinstra megin á vefnum. Við hvetjum íbúa eindregið til að nýta sér þessa einföldu þjónustu. Smelltu hér til að bóka tíma: