KRAFTUR, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, ætlar að perla með Borgfirðingum þriðjudaginn, 13. febrúar í Safnahúsi Borgarfjarðar. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum – komdu og perlaðu með Krafti til að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein.
Allir geta komið og perlað með KRAFTI milli kl. 15:00 – 18:00
Kaffi, drykkir og veitingar á staðnum
Tilvalið tækifæri til að eiga skemmtilega stund með fjölskyldu og vinum og um leið leggja góðu málefni lið.
Sjá nánar á fésbókarviðburði hér: https://www.facebook.com/events/410435074719839
Tengdar fréttir

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3
Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026
Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér: Reglur um …