14. apríl, 2025
Fréttir

Þriðjudaginn 15. apríl stendur Húsráð Óðals fyrir páskaeggjaleit í Skallagrímsgarði á milli kl. 17 og 18. Viðburðurinn er fyrir börn og unglinga á miðstigi og unglingastigi. Eftir leitina verður kósý opnun fyrir unglingastig í Óðali, kakó, bíó og spilastemming. Munum að sýna tillitssemi – pössum í sameiningu að öll fái að minnsta kosti eitt egg á mann. Yngri systkini eru velkomin með að leita.

Ath! Rúta heim á Mýrar og GBF hring eins og vanalega á þriðjudögum, skráning í Abler appinu.

Tengdar fréttir

13. október, 2025
Fréttir

Starfamessa 2025

Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum. Slíkar messur hafa verið vinsælar meðal grunn- og framhaldsskólanema sem vilja kynna sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf. Fyrirtæki og stofnanir nota messuna til að kynna starfsemi sína. Markmið Starfamessu: Að kynna fjölbreytt námstækifæri á Vesturlandi …

10. október, 2025
Fréttir

270. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

270. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2,  þriðjudaginn 14. október 2025 og hefst kl. 17:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: 270. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Streymi frá fundinum má finna hér.