14. apríl, 2025
Fréttir

Þriðjudaginn 15. apríl stendur Húsráð Óðals fyrir páskaeggjaleit í Skallagrímsgarði á milli kl. 17 og 18. Viðburðurinn er fyrir börn og unglinga á miðstigi og unglingastigi. Eftir leitina verður kósý opnun fyrir unglingastig í Óðali, kakó, bíó og spilastemming. Munum að sýna tillitssemi – pössum í sameiningu að öll fái að minnsta kosti eitt egg á mann. Yngri systkini eru velkomin með að leita.

Ath! Rúta heim á Mýrar og GBF hring eins og vanalega á þriðjudögum, skráning í Abler appinu.

Tengdar fréttir

15. desember, 2025
Fréttir

Ráðuneytið staðfestir lögmæti íbúakosninga um sameiningu

Föstudaginn 12. desember bárust Borgarbyggð og Skorradalshreppi niðurstöður innviðaráðuneytis varðandi kærur tveggja sveitarstjórnarmanna í Skorradalshreppi varðandi undirbúning og framkvæmd íbúakosninga um sameiningu sveitarfélaganna sem fram fóru 5.-20. september sl. Niðurstaða ráðuneytisins er að framkvæmdin hafi ekki verið haldin neinum þeim ágöllum sem varðað geta ógildingu kosninganna. Íbúakosningarnar og niðurstöður þeirra teljast því fullgildar. Þar með er staðfest að íbúar Borgarbyggðar …

15. desember, 2025
Fréttir

Sorphreinsun í Borgarbyggð yfir jólin

Söfnun á pappír og plasti sem átti að fara fram í jólavikunni hefst laugardaginn 20. desember og er gert ráð fyrir að henni ljúki 23. desember. Opnunartími gámastöðvar yfir hátíðarnar: 24.–26. desember: Lokað 27.–30. desember: Opið samkvæmt venju 31. desember og 1. janúar 2026: Lokað