Þriðjudaginn 15. apríl stendur Húsráð Óðals fyrir páskaeggjaleit í Skallagrímsgarði á milli kl. 17 og 18. Viðburðurinn er fyrir börn og unglinga á miðstigi og unglingastigi. Eftir leitina verður kósý opnun fyrir unglingastig í Óðali, kakó, bíó og spilastemming. Munum að sýna tillitssemi – pössum í sameiningu að öll fái að minnsta kosti eitt egg á mann. Yngri systkini eru velkomin með að leita.
Ath! Rúta heim á Mýrar og GBF hring eins og vanalega á þriðjudögum, skráning í Abler appinu.
Tengdar fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar
Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember
Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.