14. apríl, 2025
Fréttir

Þriðjudaginn 15. apríl stendur Húsráð Óðals fyrir páskaeggjaleit í Skallagrímsgarði á milli kl. 17 og 18. Viðburðurinn er fyrir börn og unglinga á miðstigi og unglingastigi. Eftir leitina verður kósý opnun fyrir unglingastig í Óðali, kakó, bíó og spilastemming. Munum að sýna tillitssemi – pössum í sameiningu að öll fái að minnsta kosti eitt egg á mann. Yngri systkini eru velkomin með að leita.

Ath! Rúta heim á Mýrar og GBF hring eins og vanalega á þriðjudögum, skráning í Abler appinu.

Tengdar fréttir

15. janúar, 2026
Fréttir

Ný skólabygging Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum afhent

Í gær fór fram formleg afhending á nýju og glæsilegu skólahúsnæði Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum. Um er að ræða sérstaklega ánægjulegan áfanga, en ekki að það á hverjum degi sem að nýtt grunnskólahúsnæði er tekið í notkun í dreifbýli á Íslandi. Meðal gesta voru fulltrúar undirverktaka, skólastjórnendur, starfsfólk sveitarfélagsins og fulltrúar sveitarstjórnar. Við afhendinguna afhentu forsvarsmenn Byggingafélagsins Sjamma bygginguna formlega en …

13. janúar, 2026
Fréttir

273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn, 15. janúar nk. og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: —————— 273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Streymi frá fundinum má finna hér.