
Leikskólinn Hraunborg er fluttur í nýtt uppgert húsnæði í Varmalandsskóla sem við erum virkilega stolt af.
Af því tilefni ætlum við að hafa opið hús miðvikudaginn 27. nóvember á milli kl:14:00-17:00. Öllum er hjartanlega velkomið að koma og gaman væri ef gamlir nemendur og starfsmenn bæði grunnskólans og leikskólans sæju sér fært að kíkja við og sjá breytingarnar.
Kveðja frá Hraunborg
Tengdar fréttir

264. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
264. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, fimmtudaginn 8. maí 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitastjórn Borgarbyggðar 264 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.

Nýir upplýsingaskjáir settir upp í Íþróttahúsinu í Borgarnesi
Síðastliðinn föstudag voru settir upp fjórir nýir upplýsingaskjáir í Íþróttahúsinu í Borgarnesi. Skjánirnir eru liður í því að bæta þjónustu við íbúa og gesti sem sækja íþróttahúsið, hvort sem er til íþróttaiðkunar eða annarrar þjónustu. Fyrirtækið Skjálausnir sáu um uppsetningu, en skjáirnir munu birta margvíslegar upplýsingar fyrir gesti hússins, svo sem tímatöflur, tilkynningar, viðburði og annað sem tengist starfseminni. Markmiðið …