12. febrúar, 2024
Fréttir

Kæru íbúar

Dalhallinn sem liggur samsíða Borgarbrautinni í Borgarnesi er vinsæl brekka hjá bæði börnum og fullorðnum til að renna sér niður. Í öryggisskyni hafa verið sett dekk á grindverkið neðst í brekkunni en nokkuð hefur borið á slysum þar sem börn hafa hafnað á girðingunni á nokkurri ferð. Biðjum við íbúa áfram að sýna aðgát og gæta þess að renna ekki út á Borgarbrautina á ferð sinni niður brekkuna.

Tengdar fréttir

16. júní, 2025
Fréttir

Þakkir við starfslok

Mikil tímamót urðu í sögu Grunnskólans í Borgarnesi nú í vor við lok skólaárs þegar þrír kennarar létu af störfum vegna aldurs, eftir langan og farsælan starfsferil. Kristín Valgarðsdóttir deildarstjóri unglingastigs, Ragnhildur Kristín Einarsdóttir aðstoðarskólastjóri og Guðrún Rebekka Kristjánsdóttir sérkennari luku glæsilegum ferli í kennslu eftir mörg ár í skólaumhverfinu. Kristín Valgarðsdóttir hefur starfað við Grunnskólann í Borgarnesi í 18 ár, Ragnhildur Kristín Einarsdóttir í 26 ár og Guðrún Rebekka Kristjánsdóttir í 29 ár. Samanalagt hafa þær varið um 73 árum í Grunnskólanum í Borgarnesi. Borgarbyggð vill þakka þessum frábæru kennurum …