2. maí, 2024
Fréttir
Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar heldur upp á tuttugu ára afmæli deildarinnar með því að setja upp söngleikinn Oliver eftir Lionel Bart og verða sýningar í byrjun maí. Íslensk þýðing er eftir Flosa Ólafsson.
Nemendur í söngleikjadeildinni á vorönninni eru tuttugu og fjórir á aldrinum 7-12 ára. Theodóra Þorsteinsdóttir og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir setja upp sýninguna, stýra tónlist og leik, en Jónína Erna Arnardóttir leikur með á píanó.
Tvær sýningar eru í boði:
  • Föstudaginn 3. maí kl. 18:00
  • Laugardaginn 4. maí kl. 13:00
Að þessu sinni verður söngleikjasýningin í félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi.
Miðasala við innganginn og er aðgangseyrir kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir grunnskólabörn, frítt fyrir leikskólabörn.
May be an image of text that says "O LVER"

Tengdar fréttir

18. september, 2025
Fréttir

Beactive hreyfivika í Borgarbyggð árið 2025- Finndu þína hreyfingu!

Hugmyndafræði Beactive hreyfivikunnar í Borgarbyggð árið 2025 byggir á samveru fjölskyldunnar og mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Við viljum skapa vettvang þar sem öll fjölskyldan – börn, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur, við öll – getum tekið þátt saman í skemmtilegum og hvetjandi viðburðum sem stuðla að bættri heilsu, vellíðan og tengslum. Dagskráin er fjölbreytt og aðgengileg fyrir …

18. september, 2025
Fréttir

Endurvinnslukort Borgarbyggðar- Ertu með kortið?

Allir fasteignaeigendur í Borgarbyggð sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis geta sótt rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka. Kortið virkar þannig að þegar komið er inn á gámasvæðið er kortið skannað, starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Starfsmaður gámasvæðis metur magn og tekur út …