2. maí, 2024
Fréttir
Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar heldur upp á tuttugu ára afmæli deildarinnar með því að setja upp söngleikinn Oliver eftir Lionel Bart og verða sýningar í byrjun maí. Íslensk þýðing er eftir Flosa Ólafsson.
Nemendur í söngleikjadeildinni á vorönninni eru tuttugu og fjórir á aldrinum 7-12 ára. Theodóra Þorsteinsdóttir og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir setja upp sýninguna, stýra tónlist og leik, en Jónína Erna Arnardóttir leikur með á píanó.
Tvær sýningar eru í boði:
  • Föstudaginn 3. maí kl. 18:00
  • Laugardaginn 4. maí kl. 13:00
Að þessu sinni verður söngleikjasýningin í félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi.
Miðasala við innganginn og er aðgangseyrir kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir grunnskólabörn, frítt fyrir leikskólabörn.
May be an image of text that says "O LVER"

Tengdar fréttir

18. nóvember, 2025
Fréttir

Í skóginum búa litlar verur

Barnó! – Barnamenningarhátíð á Vesturlandi var í ár haldin í fyrsta sinn sem sameiginlegt verkefni allra sveitarfélaga á Vesturlandi. Hátíðin stóð yfir frá 9. október til 14. nóvember og bauð upp á fjölbreytta dagskrá; sirkuslistir, tónlist, bókmenntir, myndlist, leiklist, auk ýmissa smiðja og sýninga þar sem börn tóku sjálf virkan þátt. Í Skallagrímsgarði var meðal annars sett upp skemmtileg listasýning …

18. nóvember, 2025
Fréttir

Ormahreinsun hunda og katta í Borgarbyggð 

Ormahreinsun hunda og katta í Borgarbyggð fer fram á næstu dögum og eru gæludýraeigendur hvattir til að mæta með dýr sín í hreinsun. 24. nóvember í áhaldahúsi að Sólbakka 4 Fyrir hunda kl.16:30-19:00. Fyrir ketti kl. 19:15-20:15. 25. nóvember Hvanneyri í “gamla BÚT-húsinu“ Klukkan 16:30-19:00. 2. desember í áhaldahúsi að Sólbakka 4 Klukkan 17:00-19:00. Þjónustan er gjaldfrjáls fyrir þá sem …