27. júní, 2024
Fréttir

TILLAGA

Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulags laga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Borgarbyggð.

Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðar afgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkti þann 7. júní 2024 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi í landi Sigmundarstaða (L134748) fyrir tímabundnu mælimastri til vindrannsókna.

Tillagan tekur til svæðis innan jarðarinnar Sigmundarstaðir L134748, þar sem áætlað er að reisa tímabundið mælimastur til vindrannsókna. Mastrið sem um ræðir er stálgrindamastur, þríhyrnt með 48 cm breiðum hliðum. Mastrið er allt að 98 m hátt með stögum sem ná allt að 60 m út frá mastrinu. Áætlað er að mastrið standi í 2 ár. Aðkoma að svæðinu er um 350 m frá veginum yfir Grjótháls, Grjótsvegi. Aðkoma að mastrinu er um 365 m bráðabirgðaslóða sem liggur frá Grjótsvegi og að mastrinu. Tillagan samræmist Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. · Skipulagstillagan er aðgengileg í skipulagsgátt (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/245)

Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is mál nr. 245/2024) frá 20. júní til og með 8. ágúst 2024 og er hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að koma með athugasemd eða ábendingu við tillöguna á kynningartíma. Athugasemdum og ábendingum skal skilað í skipulagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa. Ef óskað er nánari kynningu á tillögunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Vakin er athygli á að athugasemdir og ábendingar teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.

Borgarbyggð, 27. júní 2024.

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar

Tengdar fréttir

17. september, 2025
Fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma

Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu  Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum  Kleppjárnsreykjum  Kleppjárnsreykjakjördeild.  Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00  og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í  Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

17. september, 2025
Fréttir

Bíllausi dagurinn 2025

Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …