14. febrúar, 2024
Tilkynningar

Borgarbyggð stendur fyrir opnu húsi fimmtudaginn 29. febrúar kl. 18 þar sem fyrirhuguð uppbygging atvinnusvæðis við Vallarás efst í Borgarnesi. Opna húsið fer fram í ráðhúsi Borgarbyggðar á þriðju hæð. Lóðir fyrir atvinnustarfsemi við Vallarás eru nú auglýstar á heimasíðu Borgarbyggðar og gatnaframkvæmdir á fjárhagsáætlun 2024 og er hönnun þeirra hafin. Áður hafði verið áætlað að opna húsið færi fram 15. febrúar.

 

Tengdar fréttir

16. apríl, 2025
Fréttir

Gleðilega páska

Borgarbyggð sendir íbúum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega páska. Við hvetjum ykkur til að njóta og skapa góðar minningar saman. Ráðhúsið verður lokað yfir páskana en opnar svo aftur þriðjudaginn 22. apríl. Gleðilega hátíð.

15. apríl, 2025
Fréttir

Mikilvægur áfangi við byggingu nýrra nemendagarða fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar

Miðvikudaginn 9. apríl var skrifað undir kaupsamning Nemendagarða MB hses á húnsæði fyrir nýja nemendagarða MB, við Brákarhlíð fasteignafélag ehf. Byggingin er á lóðinni Borgarbraut 63 en um er að ræða neðstu hæð og þar verða 12 íbúðir fyrir nemendur. Stærð íbúðanna er á bilinu 20 -26 fermetrar og er pláss fyrir 18 nemendur, Á annarri til fjórðu hæð eru …