18. júní, 2024
Fréttir

Minnum á opna húsið í ráðhúsi Borgarbyggðar miðvikudaginn 19. júní milli kl. 17 og 20 um tillögu að breytingu aðalskipulags og að nýju deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið við Þorsteinsgötu í Borgarnesi. Þá verða kynnt hönnunargögn, svo sem um útlit og staðsetningu, fyrir nýtt fjölnota íþróttahús – knatthús.

Opna húsið verður á þriðju hæð í ráðhúsi Borgarbyggðar við Digranesgötu í Borgarnesi. Á staðnum verða stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins ásamt hönnuðum og ráðgjöfum frá EFLU og Landmótun.

Eins og fram kom í boðun á opna húsið í byrjun mánaðarins þá ákvað Borgarbyggð að láta vinna vinnslutillögu til kynningar og umsagnar í Skipulagsgátt. Reikna má með að deiliskipulagstillaga verði tekin fyrir hjá sveitarfélaginu í sumnar. Í kjölfarið er áætlað að hún verði auglýst í Skipulagsgátt og gefst þá a.m.k. sex vikna frestur til að skila inn athugasemdum.

Íbúar eru hvattir til að koma á opna húsið og halda áfram að kynna sér þau áform sem uppi eru um nýtt fjölnota íþróttahús – knatthús og uppbyggingu á íþróttasvæðinu.

Tengdar fréttir

1. júlí, 2025
Fréttir

Álit samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps

Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hefur skilað af sér áliti til sveitarstjórna sveitarfélaganna, sem hafa tekið þær til umræðu skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga. Niðurstaða samstarfsnefndar er að sameining muni hafa fleiri kosti í för með sér en ókosti fyrir íbúa og að henni fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Í skilabréfi nefndarinnar til sveitarstjórna segir eftirfarandi: …

18. júní, 2025
Fréttir

Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025

Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …