Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum.
Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2024.
Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð.
Umsókninni þarf að fylgja sundurliðum kostnaðaráætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð.
Styrkþegar frá fyrri úthlutun eru minntir á að skila inn skýrslu um framgang og lok verkefnis fyrir næstu styrkveitingu. Skýrsluskil eru skilyrði fyrir styrkveitingu til nýrra verkefna.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur sjóðsins áður en umsókn er lögð inn.
Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugáttina inn á borgarbyggd.is
Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2024.
Nánari upplýsingar veitir Þórunn Kjartansdóttir, thorunn.kjartansdottir@borgbyggd.is eða í síma 433-7100.

Tengdar fréttir

Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og mikilvægt framlag til samfélagsmála í heimabyggð. Rósa hefur starfað sem sjálfboðaliði undir merkjum Ungmennafélagsins Íslendings og Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) frá árinu 1980. Framlag Rósu til félags- og …

Rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka
Vegna tæknilegra örðuleika er ekki hægt að afhenda rafrænklippikort vegna gámstöðvar til þeirra sem ekki hafa þegar sótt sitt kort. Unnið er að lausn á málinu og við munum uppfæra stöðuna um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.