5. mars, 2024
Fréttir

Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum. 

Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2024.

Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð.

Umsókninni þarf að fylgja sundurliðum kostnaðaráætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. 

Styrkþegar frá fyrri úthlutun eru minntir á að skila inn skýrslu um framgang og lok verkefnis fyrir næstu styrkveitingu. Skýrsluskil eru skilyrði fyrir styrkveitingu til nýrra verkefna. 

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur sjóðsins áður en umsókn er lögð inn.

Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugáttina inn á borgarbyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2024.

Nánari upplýsingar veitir Þórunn Kjartansdóttir, thorunn.kjartansdottir@borgbyggd.is eða í síma 433-7100.

 

 

Tengdar fréttir

28. janúar, 2026
Fréttir

Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð

Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2026. Álagningarseðlar eru á Mínar síður – Pósthólf á island.is Álagningarseðlar hafa verið sendir í pósti til fasteignaeigenda sem eru 78 ára og eldri. Nánari upplýsingar um gjaldskrár eru á heimasíðu Borgarbyggðar, borgarbyggd.is, þeir sem þess óska geta haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla á pappír. Gjalddagar eru tíu, sá …

26. janúar, 2026
Fréttir

Framkvæmdir og sprengingar við Birkiklett

Í næstu viku hefjast sprengingar við Birkiklett í Borgarnesi. Áætlað er að sprengingar hefjast mánudaginn 2. febrúar næstkomandi. Sprengt verður kl. 11:30 og/eða 15:30 daglega. Íbúar og ferðamenn eru beðnir um að fylgja reglum og virða lokun svæðisins á meðan sprengingum stendur. Framkvæmdaraðilar og Borgarbyggð þakka skilning á þeim óþægindum sem framkvæmdunum kann að fylgja