5. mars, 2024
Fréttir

Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum. 

Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2024.

Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð.

Umsókninni þarf að fylgja sundurliðum kostnaðaráætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. 

Styrkþegar frá fyrri úthlutun eru minntir á að skila inn skýrslu um framgang og lok verkefnis fyrir næstu styrkveitingu. Skýrsluskil eru skilyrði fyrir styrkveitingu til nýrra verkefna. 

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur sjóðsins áður en umsókn er lögð inn.

Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugáttina inn á borgarbyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2024.

Nánari upplýsingar veitir Þórunn Kjartansdóttir, thorunn.kjartansdottir@borgbyggd.is eða í síma 433-7100.

 

 

Tengdar fréttir

14. nóvember, 2025
Fréttir

Borgarbyggð eflir mál og læsi í leikskólum með nýju samstarfi

Borgarbyggð og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hafa gert með sér samstarfssamning um verkefnið Mál og læsi: Snemmtæk íhlutun í leikskólum. Markmið verkefnisins er að hámarka árangur allra barna hvað varðar málþroska og grunnþætti læsis og fyrirbyggja eða draga þannig úr líkum á að þau glími við lestrarerfiðleika seinna meir. Einnig er markmiðið að auka þekkingu og hæfni alls starfsfólks leikskólanna …

13. nóvember, 2025
Fréttir

Söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð

Á næstu vikum mun fara fram söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð. Bændur sem vilja að sótt verði plast til þeirra eru vinsamlegast beðnir um að senda inn upplýsingar á netfangið ulm@borgarbyggd.is. Beiðnir þurfa að berast í síðasta lagi 20. nóvember. Við hvetjum alla til að hafa plastið sé vel frá gengið til þess að auðvelda söfnun.