Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum.
Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2024.
Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð.
Umsókninni þarf að fylgja sundurliðum kostnaðaráætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð.
Styrkþegar frá fyrri úthlutun eru minntir á að skila inn skýrslu um framgang og lok verkefnis fyrir næstu styrkveitingu. Skýrsluskil eru skilyrði fyrir styrkveitingu til nýrra verkefna.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur sjóðsins áður en umsókn er lögð inn.
Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugáttina inn á borgarbyggd.is
Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2024.
Nánari upplýsingar veitir Þórunn Kjartansdóttir, thorunn.kjartansdottir@borgbyggd.is eða í síma 433-7100.
Tengdar fréttir

Starfamessa 2025
Starfamessa fór fram í Hjálmakletti, Borgarnesi þann 14. október sl. Starfamessan er vettvangur þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna fjölbreytt störf, starfsgreinar og menntunarmöguleika fyrir nemendum og öðrum áhugasömum. Um fjörutíu fyrirtæki og stofnanir tóku þátt, þar sem starfsemi þeirra var kynnt fyrir nemendum úr tveimur elstu bekkjum grunnskólanna í héraðinu. Að því loknu, eða upp úr hádegi bauðst …

Leikskólabörn heimsækja ráðhúsið
Ráðhúsið fékk skemmtilega heimsókn frá flottum hópi barna úr leikskólanum Ugluklett í gær. En heimsókn þessi er hluti af verkefni þar sem þau brjóta upp daglegt starf og heimsækja stofnanir og fyrirtæki. Heimsóknin nýttist til að sýna þeim frá daglegu starfi í ráðhúsinu en fyrst og fremst að eiga við þau samtal og heyra þeirra skoðanir, sem þóttu sterkar og …