4. desember, 2023
Fréttir

Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar flytur enn á ný söngleik og að þessu sinni verður sýningin í Borgarneskirkju. Nemendur hafa verið að æfa barnasöngleikinn Litla stúlkan með eldspýturnar eftir sögu H. C. Andersens. Tónlistin er eftir Magnús Pétursson og auk þess verða nokkur þekkt jólalög sungin í verkinu. Þetta er falleg saga sem á vel við núna á aðventunni.
Á haustönninni hafa 19 nemendur stundað nám í Söngleikjadeild á aldrinum 6-11 ára. Theodóra Þorsteinsdóttir stjórnar tónlistinni, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir leikstýrir og Jónína Erna Aranardóttir leikur með á flygilinn.
Sýningarnar á „Litlu stúlkunni með eldspýturnar“ verða í Borgarneskirkju fimmtudaginn 7. desember kl. 18:00 og föstudaginn 8. desember kl. 18:00. Miðasala við innganginn (ekki posi á staðnum) og er aðgangseyrir kr. 1000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir grunnskólabörn.

Tengdar fréttir

4. nóvember, 2025
Fréttir

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu

Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.

3. nóvember, 2025
Fréttir

Jólagjöf til starfsfólks Borgarbyggðar

Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 15.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi …