
Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar flytur enn á ný söngleik og að þessu sinni verður sýningin í Borgarneskirkju. Nemendur hafa verið að æfa barnasöngleikinn Litla stúlkan með eldspýturnar eftir sögu H. C. Andersens. Tónlistin er eftir Magnús Pétursson og auk þess verða nokkur þekkt jólalög sungin í verkinu. Þetta er falleg saga sem á vel við núna á aðventunni.
Á haustönninni hafa 19 nemendur stundað nám í Söngleikjadeild á aldrinum 6-11 ára. Theodóra Þorsteinsdóttir stjórnar tónlistinni, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir leikstýrir og Jónína Erna Aranardóttir leikur með á flygilinn.
Sýningarnar á „Litlu stúlkunni með eldspýturnar“ verða í Borgarneskirkju fimmtudaginn 7. desember kl. 18:00 og föstudaginn 8. desember kl. 18:00. Miðasala við innganginn (ekki posi á staðnum) og er aðgangseyrir kr. 1000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir grunnskólabörn.
Tengdar fréttir

Snyrting á trjám og runnum við götur og gangstéttir
Það er öllum mikilvægt að geta komist örugglega og greiðlega um götur, gangstéttar og stíga bæjarins. Á sumum stöðum nær trjágróður út fyrir lóðarmörk og veldur vandræðum fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur. Í sumum tilvikum skyggir hann jafnvel á umferðarmerki, götuheiti eða lýsingu. Lóðarhafa er skylt samkvæmt gr. 7.2.2. í byggingarreglugerð að halda vexti trjáa og runna á lóðinni …

Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 17.9.2025
Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 17.9.2025 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof