
Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar flytur enn á ný söngleik og að þessu sinni verður sýningin í Borgarneskirkju. Nemendur hafa verið að æfa barnasöngleikinn Litla stúlkan með eldspýturnar eftir sögu H. C. Andersens. Tónlistin er eftir Magnús Pétursson og auk þess verða nokkur þekkt jólalög sungin í verkinu. Þetta er falleg saga sem á vel við núna á aðventunni.
Á haustönninni hafa 19 nemendur stundað nám í Söngleikjadeild á aldrinum 6-11 ára. Theodóra Þorsteinsdóttir stjórnar tónlistinni, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir leikstýrir og Jónína Erna Aranardóttir leikur með á flygilinn.
Sýningarnar á „Litlu stúlkunni með eldspýturnar“ verða í Borgarneskirkju fimmtudaginn 7. desember kl. 18:00 og föstudaginn 8. desember kl. 18:00. Miðasala við innganginn (ekki posi á staðnum) og er aðgangseyrir kr. 1000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir grunnskólabörn.
Tengdar fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi
Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …