Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar flytur enn á ný söngleik og að þessu sinni verður sýningin í Borgarneskirkju. Nemendur hafa verið að æfa barnasöngleikinn Litla stúlkan með eldspýturnar eftir sögu H. C. Andersens. Tónlistin er eftir Magnús Pétursson og auk þess verða nokkur þekkt jólalög sungin í verkinu. Þetta er falleg saga sem á vel við núna á aðventunni.
Á haustönninni hafa 19 nemendur stundað nám í Söngleikjadeild á aldrinum 6-11 ára. Theodóra Þorsteinsdóttir stjórnar tónlistinni, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir leikstýrir og Jónína Erna Aranardóttir leikur með á flygilinn.
Sýningarnar á „Litlu stúlkunni með eldspýturnar“ verða í Borgarneskirkju fimmtudaginn 7. desember kl. 18:00 og föstudaginn 8. desember kl. 18:00. Miðasala við innganginn (ekki posi á staðnum) og er aðgangseyrir kr. 1000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir grunnskólabörn.
Tengdar fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar
Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember
Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.