10. maí, 2024
Fréttir

Nóg er um að vera hjá okkur þessa dagana í Safnahúsi Borgarfjarðar. Við erum mjög þakklát fyrir þann mikla meðbyr sem við finnum fyrir með starf okkar. Maí er bara rétt að byrja og nóg af að taka og hafa á fyrstu 10 dögunum ríflega 450 mans sótt okkur heim á fjölbreyttum viðburðum.

Hæst ber OK- litla barnamenningarhátíðin þar sem við vorum með 3 sýningar nemenda á grunnskólaaldri, mjög fjölmenn og vel sótt sýning.

Við ætlum aðeins að lengja í barnamenningunni og á morgun laugardag milli kl. 11:00 – 13:00 verðum við með Rappsmiðju fyrir 9-12 ára krakka.

Við erum líka á fullu að undirbúa og gera klára sumarsýninguna okkar sem opnar 18. maí á alþjóðlegum degi Safna. Að þessu sinni ætlum við að beina kastljósinu að Heimilistækjum og húsmóðurinni, en mikið er til af stórum og smáum heimilistækjum í safnkosti Byggðasafnsins og gaman að geta dregið þau fram í dagsljósið.

HLÖKKUM ALLTAF TIL AÐ SJÁ YKKUR!

Safnahús Borgarfjarðar

Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi

Tengdar fréttir

18. júní, 2025
Fréttir

Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025

Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …

18. júní, 2025
Fréttir

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025

Árlega er viðurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðlistakona er fædd þann 15. apríl árið 1994 og steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir …