Nóg er um að vera hjá okkur þessa dagana í Safnahúsi Borgarfjarðar. Við erum mjög þakklát fyrir þann mikla meðbyr sem við finnum fyrir með starf okkar. Maí er bara rétt að byrja og nóg af að taka og hafa á fyrstu 10 dögunum ríflega 450 mans sótt okkur heim á fjölbreyttum viðburðum.
Hæst ber OK- litla barnamenningarhátíðin þar sem við vorum með 3 sýningar nemenda á grunnskólaaldri, mjög fjölmenn og vel sótt sýning.
Við ætlum aðeins að lengja í barnamenningunni og á morgun laugardag milli kl. 11:00 – 13:00 verðum við með Rappsmiðju fyrir 9-12 ára krakka.
Við erum líka á fullu að undirbúa og gera klára sumarsýninguna okkar sem opnar 18. maí á alþjóðlegum degi Safna. Að þessu sinni ætlum við að beina kastljósinu að Heimilistækjum og húsmóðurinni, en mikið er til af stórum og smáum heimilistækjum í safnkosti Byggðasafnsins og gaman að geta dregið þau fram í dagsljósið.
HLÖKKUM ALLTAF TIL AÐ SJÁ YKKUR!
Safnahús Borgarfjarðar
Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi
Tengdar fréttir

Aðventuhátíð Borgarbyggðar 2025
Aðventuhátíð Borgarbyggðar verður haldin í Skallagrímsgarði, fyrsta í aðventu, þann 30. nóvember klukkan 16:00. Jólaljósin verða tendruð við skemmtilega dagskrá. Þau Árni Beinteinn og Sylvía Erla frá bestu lögum barnanna mæta, jólasveinar kíkja í heimsókn, Kristbjörg Ragney og Guðrún Katrín frá Listaskóla Borgarfjarðar syngja vel valin jólalög. Smákökur og kakó verða svo auðvitað á sínum stað ásamt jólamarkaði Öldunnar. Kynnir …

Borgarbyggð innleiðir stafrænt vinnuafl
Nýlega hóf sveitarfélagið Borgarbyggð innleiðingu á stafrænu vinnuafli til að sjálfvirknivæða endurtekin verkefni og auka skilvirkni í þjónustu. Um er að ræða eins konar stafræna gervigreind sem vinnur verkefni í kerfum sveitarfélagsins. Fyrstu verkefni stafræna vinnuaflsins hjá Borgarbyggð er afstemmning lánadrottna og kröfuvöktun. Kostir innleiðingar stafræns vinnuafls eru meðal annars: Ávinningur kemur strax fram – þetta er í raun nýr …