10. maí, 2024
Fréttir

Nóg er um að vera hjá okkur þessa dagana í Safnahúsi Borgarfjarðar. Við erum mjög þakklát fyrir þann mikla meðbyr sem við finnum fyrir með starf okkar. Maí er bara rétt að byrja og nóg af að taka og hafa á fyrstu 10 dögunum ríflega 450 mans sótt okkur heim á fjölbreyttum viðburðum.

Hæst ber OK- litla barnamenningarhátíðin þar sem við vorum með 3 sýningar nemenda á grunnskólaaldri, mjög fjölmenn og vel sótt sýning.

Við ætlum aðeins að lengja í barnamenningunni og á morgun laugardag milli kl. 11:00 – 13:00 verðum við með Rappsmiðju fyrir 9-12 ára krakka.

Við erum líka á fullu að undirbúa og gera klára sumarsýninguna okkar sem opnar 18. maí á alþjóðlegum degi Safna. Að þessu sinni ætlum við að beina kastljósinu að Heimilistækjum og húsmóðurinni, en mikið er til af stórum og smáum heimilistækjum í safnkosti Byggðasafnsins og gaman að geta dregið þau fram í dagsljósið.

HLÖKKUM ALLTAF TIL AÐ SJÁ YKKUR!

Safnahús Borgarfjarðar

Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi

Tengdar fréttir

5. nóvember, 2025
Fréttir

Tilkynning frá Veitum

Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

4. nóvember, 2025
Fréttir

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu

Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.