10. maí, 2024
Fréttir

Nóg er um að vera hjá okkur þessa dagana í Safnahúsi Borgarfjarðar. Við erum mjög þakklát fyrir þann mikla meðbyr sem við finnum fyrir með starf okkar. Maí er bara rétt að byrja og nóg af að taka og hafa á fyrstu 10 dögunum ríflega 450 mans sótt okkur heim á fjölbreyttum viðburðum.

Hæst ber OK- litla barnamenningarhátíðin þar sem við vorum með 3 sýningar nemenda á grunnskólaaldri, mjög fjölmenn og vel sótt sýning.

Við ætlum aðeins að lengja í barnamenningunni og á morgun laugardag milli kl. 11:00 – 13:00 verðum við með Rappsmiðju fyrir 9-12 ára krakka.

Við erum líka á fullu að undirbúa og gera klára sumarsýninguna okkar sem opnar 18. maí á alþjóðlegum degi Safna. Að þessu sinni ætlum við að beina kastljósinu að Heimilistækjum og húsmóðurinni, en mikið er til af stórum og smáum heimilistækjum í safnkosti Byggðasafnsins og gaman að geta dregið þau fram í dagsljósið.

HLÖKKUM ALLTAF TIL AÐ SJÁ YKKUR!

Safnahús Borgarfjarðar

Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi

Tengdar fréttir

16. september, 2025
Fréttir

Snyrting á trjám og runnum við götur og gangstéttir

Það er öllum mikilvægt að geta komist örugglega og greiðlega um götur, gangstéttar og stíga bæjarins. Á sumum stöðum nær trjágróður út fyrir lóðarmörk og veldur vandræðum fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur. Í sumum tilvikum skyggir hann jafnvel á umferðarmerki, götuheiti eða lýsingu. Lóðarhafa er skylt samkvæmt gr. 7.2.2. í byggingarreglugerð að halda vexti trjáa og runna á lóðinni …

16. september, 2025
Fréttir

Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 17.9.2025

Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 17.9.2025 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof