Nóg er um að vera hjá okkur þessa dagana í Safnahúsi Borgarfjarðar. Við erum mjög þakklát fyrir þann mikla meðbyr sem við finnum fyrir með starf okkar. Maí er bara rétt að byrja og nóg af að taka og hafa á fyrstu 10 dögunum ríflega 450 mans sótt okkur heim á fjölbreyttum viðburðum.
Hæst ber OK- litla barnamenningarhátíðin þar sem við vorum með 3 sýningar nemenda á grunnskólaaldri, mjög fjölmenn og vel sótt sýning.
Við ætlum aðeins að lengja í barnamenningunni og á morgun laugardag milli kl. 11:00 – 13:00 verðum við með Rappsmiðju fyrir 9-12 ára krakka.
Við erum líka á fullu að undirbúa og gera klára sumarsýninguna okkar sem opnar 18. maí á alþjóðlegum degi Safna. Að þessu sinni ætlum við að beina kastljósinu að Heimilistækjum og húsmóðurinni, en mikið er til af stórum og smáum heimilistækjum í safnkosti Byggðasafnsins og gaman að geta dregið þau fram í dagsljósið.
HLÖKKUM ALLTAF TIL AÐ SJÁ YKKUR!
Safnahús Borgarfjarðar
Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi
Tengdar fréttir

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3
Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026
Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér: Reglur um …