
Leikskólinn Ugluklettur er á meðal þeirra skóla sem tilnefnd eru til Íslensku menntaverðlaunna árið 2023 í flokki framúrskrandi skólastarf eða menntaumbætur, fyrir þróun lýðræðislegt og skapandi leikskólastarfs.
Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Verðlaunin eru veitt í fimm flokkum.
Það er svo sannarlega mikill heiður að fá tilnefningu sem þessa og er það til marks um það frábæra starf sem unnið er í skólanum.
Lesa má nánar um tilnefninguna í heild sinni hér.
Tengdar fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi
Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …