Fjölmörg spennandi og krefjandi störf eru auglýst laus til umsóknar í Borgarbyggð um þessar mundir. Um er að ræða sumarstörf, framtíðarstörf sem og tímabundnar ráðningar.
- Starfsmaður í áhaldahús – sumarstarf
- Umsjónaraðili í sumarfjöri – sumarstarf
- Leiðbeinandi í sumarfjöri – sumarstarf
- Sumarstarf í búsetuþjónustu
- Sumarstörf við sundlaugar í Borgarbyggð
- Verkefnastjóri á fjármála- og stjórnsýslusviði
- Húsvörður
- Skólastjóri við Grunnskólann í Borgarnesi
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um störfin í gegnum Alfreð – starfasíðu Borgarbyggðar.
Vinsamlegast athugið að umsóknarfrestur getur verið breytilegur eftir starfi.
Tengdar fréttir

Tilkynning frá Veitum
Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu
Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.