7. desember, 2023
Fréttir

Þann 30. nóvember síðastliðinn var haldinn kynningarfundurinn á fjölþættri heilsueflingu 60+ í Borgarbyggð, leið að farsælum efri árum. Fjöldi fólks mætti á kynninguna og ljóst er að áhugi á verkefninu er mikill. Til stendur að innleiða verkefnið í Borgarbyggð í byrjun janúar. Verkefnið felst í að bjóða þátttakendum upp á tveggja ára markvissa heilsueflingu með það að markmiði að efla hreyfifærni, bæta afkastagetu, heilsu og lífsgæði þeirra sem taka þátt.

 

Fyrir þá sem höfðu ekki tök á að mæta á kynningarfundinn, þá er hægt að horfa á kynningarmynd fyrir Borgarbyggð hér: https://vimeo.com/891399214/f78c086923?share=copy

 

Nánari upplýsingar og skráning má svo nálgast á heimasíðu Janusar, www.janusheilsuefling.is

Tengdar fréttir

3. nóvember, 2025
Fréttir

Jólagjöf til starfsfólks Borgarbyggðar

Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 15.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi …

31. október, 2025
Fréttir

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarbyggð

Fimmtudaginn 6. nóvember nk. kl.17.00, verður haldið reisugildi við nýja fjölnota íþróttahúsið í Borgarbyggð, í tilefni þess að búið sé að loka húsinu. Hvetjum við öll til að mæta og skoða svæðið, boðið er upp á veitingar og léttar íþróttastöðvar þar sem hægt verður að sýna takta sína. Framkvæmdir við húsið hófust formlega með skóflustungu þann 20. mars síðastliðin en …