
Þann 30. nóvember síðastliðinn var haldinn kynningarfundurinn á fjölþættri heilsueflingu 60+ í Borgarbyggð, leið að farsælum efri árum. Fjöldi fólks mætti á kynninguna og ljóst er að áhugi á verkefninu er mikill. Til stendur að innleiða verkefnið í Borgarbyggð í byrjun janúar. Verkefnið felst í að bjóða þátttakendum upp á tveggja ára markvissa heilsueflingu með það að markmiði að efla hreyfifærni, bæta afkastagetu, heilsu og lífsgæði þeirra sem taka þátt.
Fyrir þá sem höfðu ekki tök á að mæta á kynningarfundinn, þá er hægt að horfa á kynningarmynd fyrir Borgarbyggð hér: https://vimeo.com/891399214/f78c086923?share=copy
Nánari upplýsingar og skráning má svo nálgast á heimasíðu Janusar, www.janusheilsuefling.is
Tengdar fréttir

Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025
Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025
Árlega er viðurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðlistakona er fædd þann 15. apríl árið 1994 og steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir …