
Þann 30. nóvember síðastliðinn var haldinn kynningarfundurinn á fjölþættri heilsueflingu 60+ í Borgarbyggð, leið að farsælum efri árum. Fjöldi fólks mætti á kynninguna og ljóst er að áhugi á verkefninu er mikill. Til stendur að innleiða verkefnið í Borgarbyggð í byrjun janúar. Verkefnið felst í að bjóða þátttakendum upp á tveggja ára markvissa heilsueflingu með það að markmiði að efla hreyfifærni, bæta afkastagetu, heilsu og lífsgæði þeirra sem taka þátt.
Fyrir þá sem höfðu ekki tök á að mæta á kynningarfundinn, þá er hægt að horfa á kynningarmynd fyrir Borgarbyggð hér: https://vimeo.com/891399214/f78c086923?share=copy
Nánari upplýsingar og skráning má svo nálgast á heimasíðu Janusar, www.janusheilsuefling.is
Tengdar fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi
Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …