7. desember, 2023
Fréttir

Þann 30. nóvember síðastliðinn var haldinn kynningarfundurinn á fjölþættri heilsueflingu 60+ í Borgarbyggð, leið að farsælum efri árum. Fjöldi fólks mætti á kynninguna og ljóst er að áhugi á verkefninu er mikill. Til stendur að innleiða verkefnið í Borgarbyggð í byrjun janúar. Verkefnið felst í að bjóða þátttakendum upp á tveggja ára markvissa heilsueflingu með það að markmiði að efla hreyfifærni, bæta afkastagetu, heilsu og lífsgæði þeirra sem taka þátt.

 

Fyrir þá sem höfðu ekki tök á að mæta á kynningarfundinn, þá er hægt að horfa á kynningarmynd fyrir Borgarbyggð hér: https://vimeo.com/891399214/f78c086923?share=copy

 

Nánari upplýsingar og skráning má svo nálgast á heimasíðu Janusar, www.janusheilsuefling.is

Tengdar fréttir

2. júlí, 2025
Fréttir

Ungt fólk og lýðheilsa 2025 – Ráðstefna fyrir unga framtíðaleiðtoga

Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir árlegu ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa dagana 12.–14. september 2025 á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Félagslegir töfrar“, sem vísar til þeirra ósýnilegu en kröftugu áhrifa sem skapast í samskiptum og samveru – þar sem einstaklingar verða að hópi og samfélag verður til. Ráðstefnan er opin öllum ungum einstaklingum á aldrinum 15–25 ára, …

2. júlí, 2025
Fréttir

Starfsfólk og íbúar minnast Gísla Karlssonar, fyrrverandi sveitarstjóra og bæjarstjóra í Borgarnesi

  Gísli Karlsson fyrrverandi bæjar- og sveitarstjóri í Borgarnesi Á morgun, fimmtudag, verður borinn til grafar Gísli Karlsson fyrrverandi sveitarstjóri og bæjarstjóri í Borgarnesi. Gísli fæddist árið 1940 á Brjánslæk á Barðaströnd. Hann lauk prófi landbúnaðarhagfræði frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1968 og starfaði í að því loknu sem ráðunautur í Danmörku. Árið 1971 réð Gísli sig til starfa við Bændaskólann …