23. október, 2024
Tilkynningar

Eftirfarandi skipulagsáætlanir voru samþykktar af sveitarfélaginu annars vegar af sveitarstjórn Borgarbyggðar þann 9. október 2024 tillögu að breytingu aðalskipulags samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hins vegar af skipulags- og byggingarnefnd þann 4. október nýtt deiliskipulag skv. 42. gr. sömu laga.

Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022

Breytingin tekur til íþróttasvæðis O1, Íbúðarsvæði Í4 og Skólasvæði Þ3 í Borgarnesi. Skilgreind er nánar fyrirhuguð uppbygging á núverandi íþróttasvæði í Borgarnesi og íþróttasvæðið stækkað á kostnað skólasvæðis (Þ3) og íbúðasvæðis (Í4).

Deiliskipulag Íþróttasvæði Borgarbyggðar

Deiliskipulagið tekur til 8,2 ha íþróttasvæðis í Borgarnesi en þar er að finna æfingarvöll, knattspyrnu- og frjálsíþróttavöll, sundlaugarsvæði, íþróttahús og aðstöðu fyrir Ungmennasamband Borgarfjarðar. Svæðið afmarkast til austurs af íbúðarbyggð (Í4 og Í3), til suðausturs af opnu svæði (O2, Skallagrímsgarður), til suðurs af lóð grunnskóla Borgarness (Þ3) og íbúðarbyggð (Í1). Til suðvesturs afmarkast svæðið af opnu svæði (O2) og hverfisvernd í þéttbýli (H1) og að lokum til vesturs og norður af sjó. Á deiliskipulagssvæðinu eru þrjár lóðir, lóð íþróttahússins og sundlaugarinnar, lóð undir fyrirhugað fjölnota íþróttahús þar sem nú er sparkvöllur, og lóð ungmennasambands Borgarfjarðar sem tilheyrði áður deiliskipulagi skólasvæðisins. Deiliskipulagi nær til austurs yfir lóðina Þorsteinsgata 5. Gerð er breyting á deiliskipulaginu Skólasvæði, Þ3, grunnskólinn í Borgarnesi frá árinu 2017 samhliða þar sem skipulagssvæðið er minnkað sem nemur lóð Skallagrímsgötu 7a.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 og nýtt deiliskipulag var auglýst frá 22.07.2024 til 09.09.2024.

Engar athugasemdir hagsmunaaðila bárust á kynningartíma tillagna og brugðist hefur verið við umsögnum lögbundinna umsagnaraðila.

Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins. Deiliskipulagstillagan verður send Skipulagsstofnun eftir að aðalskipulagsbreyting hefur verið samþykkt af stofnuninni og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögunar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Tengdar fréttir

31. október, 2025
Fréttir

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarbyggð

Fimmtudaginn 6. nóvember nk. verður haldið reisugildi við nýja fjölnota íþróttahúsið í Borgarbyggð, í tilefni þess að búið sé að loka húsinu. Hvetjum við öll til að mæta og skoða svæðið, boðið er upp á veitingar og léttar íþróttastöðvar þar sem hægt verður að sýna takta sína. Framkvæmdir við húsið hófust formlega með skóflustungu þann 20. mars síðastliðin en með …

30. október, 2025
Fréttir

Hlýnandi veður og möguleg asahláka um helgina

Vakin er athygli á að hlýnandi veður er spáð á morgun (31.10) og um helgina. Búast má við mögulegri asahláku. Slíkt getur skapað hálku og leysingar á götum, stígum og lóðum, sérstaklega þar sem klaki og snjór bráðna hratt. Íbúar eru hvattir til að tryggja að niðurföll við heimili þeirra séu opin og laus við snjó og klaka, svo frárennsli …