Þann 12. september næstkomandi verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti.
Tilefni fundarins er endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 og önnur aðalskipulagsmál. Skipulagslýsing vegna endurskoðunarinnar er í kynningu á www.skipulagsgatt.is til 18. september 2023.
Dagskrá:
- Kynning á skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar
- Kortlagning landbúnaðarlands og vega í náttúru Íslands í Borgarbyggð
- Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar, vegna stefnu um landbúnaðarsvæði
Fundurinn hefst kl. 20:00 og verður einnig sendur út í beinu streymi á vegum Kvikmyndafjelags Borgarfjarðar.
Hlekkur á fundinn má nálgast hér.
Hér má nálgast vefsjá fyrir endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 sem verður kynnt á fundinum.
Tengdar fréttir

Jólagjöf til starfsfólks Borgarbyggðar
Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 15.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi …

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarbyggð
Fimmtudaginn 6. nóvember nk. kl.17.00, verður haldið reisugildi við nýja fjölnota íþróttahúsið í Borgarbyggð, í tilefni þess að búið sé að loka húsinu. Hvetjum við öll til að mæta og skoða svæðið, boðið er upp á veitingar og léttar íþróttastöðvar þar sem hægt verður að sýna takta sína. Framkvæmdir við húsið hófust formlega með skóflustungu þann 20. mars síðastliðin en …