roofing
Fréttir og tilkynningar
22. ágúst, 2025
Fréttir

Miðvikudaginn 27. ágúst nk. kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur um tillögu um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í Hjálmakletti í Borgarnesi.
Á fundinum verður kynnt álit samstarfsnefndar og forsendur hennar, auk þess sem farið verður yfir fyrirkomulag kosninga um tillöguna sem fram fara 5.-20. september.
Kynningunni verður streymt á internetinu. Hlekkur á streymið verður birtur á upplýsingasíðu samstarfsnefndar, borgfirdingar.is eftir hádegi á fundardag.
Tengdar fréttir

22. ágúst, 2025
Fréttir
Kjörskrá vegna sameiningakosninga Borgarbyggðar og Skorradalshrepps
Kjörskrá Borgarbyggðar vegna sameiningarkosninga um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps liggur fram á skrifstofu sveitarfélagsins, frá og með 22. ágúst fram að fyrsta kjördegi sem er 5. september 2025.