26. október, 2023
Fréttir

Í mars síðastliðnum var sótt um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu hreystitækja sem er hluti af verkefninu Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð. Sú umsókn var samþykkt á fundi skipulagsfulltrúa 17. mars 2023 að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nú hafa starfsmenn áhaldahússins lokið við uppsetningu á hreystitækjunum á þremur stöðum. Staðirnir sem umræðir eru við göngustíg aftan við Kjartansgötu, á Hvanneyri við göngustíg í námunda við ærslabelg og við íþróttavöllinn í Borgarnesi fyrir neðan Bjössaróló. Á tækjunum eru leiðbeiningar hvernig megi nota þau.

Borgarbyggð hvetur íbúa til að fá sér göngutúr og skoða tækin, jafnvel prufa þau.

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.