Í mars síðastliðnum var sótt um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu hreystitækja sem er hluti af verkefninu Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð. Sú umsókn var samþykkt á fundi skipulagsfulltrúa 17. mars 2023 að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nú hafa starfsmenn áhaldahússins lokið við uppsetningu á hreystitækjunum á þremur stöðum. Staðirnir sem umræðir eru við göngustíg aftan við Kjartansgötu, á Hvanneyri við göngustíg í námunda við ærslabelg og við íþróttavöllinn í Borgarnesi fyrir neðan Bjössaróló. Á tækjunum eru leiðbeiningar hvernig megi nota þau.
Borgarbyggð hvetur íbúa til að fá sér göngutúr og skoða tækin, jafnvel prufa þau.
Tengdar fréttir

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarbyggð
Fimmtudaginn 6. nóvember nk. verður haldið reisugildi við nýja fjölnota íþróttahúsið í Borgarbyggð, í tilefni þess að búið sé að loka húsinu. Hvetjum við öll til að mæta og skoða svæðið, boðið er upp á veitingar og léttar íþróttastöðvar þar sem hægt verður að sýna takta sína. Framkvæmdir við húsið hófust formlega með skóflustungu þann 20. mars síðastliðin en með …

Hlýnandi veður og möguleg asahláka um helgina
Vakin er athygli á að hlýnandi veður er spáð á morgun (31.10) og um helgina. Búast má við mögulegri asahláku. Slíkt getur skapað hálku og leysingar á götum, stígum og lóðum, sérstaklega þar sem klaki og snjór bráðna hratt. Íbúar eru hvattir til að tryggja að niðurföll við heimili þeirra séu opin og laus við snjó og klaka, svo frárennsli …