Í mars síðastliðnum var sótt um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu hreystitækja sem er hluti af verkefninu Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð. Sú umsókn var samþykkt á fundi skipulagsfulltrúa 17. mars 2023 að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nú hafa starfsmenn áhaldahússins lokið við uppsetningu á hreystitækjunum á þremur stöðum. Staðirnir sem umræðir eru við göngustíg aftan við Kjartansgötu, á Hvanneyri við göngustíg í námunda við ærslabelg og við íþróttavöllinn í Borgarnesi fyrir neðan Bjössaróló. Á tækjunum eru leiðbeiningar hvernig megi nota þau.
Borgarbyggð hvetur íbúa til að fá sér göngutúr og skoða tækin, jafnvel prufa þau.
Tengdar fréttir

Ráð gert fyrir 234 m.kr. afgangi af rekstri Borgarbyggðar 2026 og framkvæmt samkvæmt áætlun
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar var afgreidd frá fyrri umræðu í sveitarstjórn í gær. Á árinu 2026 er gert ráð fyrir rekstrarafgangi af A-hluta að fjárhæð 234 m.kr. og að veltufé frá rekstri verði 727 m.kr. sem samsvarar 9,8% framlegð en tekjur eru áætlaðar 7.441 m.kr. Fjárfestingar Borgarbyggðar hafa verið miklar eins og gert var ráð fyrir í þeim áætlunum sem unnið hefur verið eftir síðastliðin …

Borgarbyggð eflir mál og læsi í leikskólum með nýju samstarfi
Borgarbyggð og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hafa gert með sér samstarfssamning um verkefnið Mál og læsi: Snemmtæk íhlutun í leikskólum. Markmið verkefnisins er að hámarka árangur allra barna hvað varðar málþroska og grunnþætti læsis og fyrirbyggja eða draga þannig úr líkum á að þau glími við lestrarerfiðleika seinna meir. Einnig er markmiðið að auka þekkingu og hæfni alls starfsfólks leikskólanna …