26. október, 2023
Fréttir

Hinseginhátíð Vesturlands fer fram í þriðja skiptið núna helgina 20. – 23. júlí nk. Að þessu sinni er hátíðin haldin á Akranesi, en hún fór fyrst fram í Borgarbyggð árið 2021 og svo í Snæfellsbæ árið eftir.

Í tilefni hátíðarinnar hefur Vinnuskóli Borgarbyggðar málað Himnastigann í Borgarnesi í regnbogalitum. Í fyrstu átti einungis að mála þau þrep sem höfðu nú þegar verið máluð í fyrra, en tekin var ákvörðun um að mála allan stigann í ár. Um er að ræða verkefni sem krökkunum finnst skemmtilegt að vinna í og eru þau ánægð með afraksturinn.

Himnastigurinn í Borgarnesi stendur við tónlistarskólann í gamla bænum og leiðir upp í grunnskólann.

Borgarbyggð hvetur íbúa í sveitarfélaginu til þess að skreyta sitt nærumhverfi í regnbogalitum um helgina.

Tengdar fréttir

13. janúar, 2026
Fréttir

273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn, 15. janúar nk. og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: —————— 273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Streymi frá fundinum má finna hér.

6. janúar, 2026
Fréttir

Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og mikilvægt framlag til samfélagsmála í heimabyggð. Rósa hefur starfað sem sjálfboðaliði undir merkjum Ungmennafélagsins Íslendings og Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) frá árinu 1980. Framlag Rósu til félags- og …