Hinseginhátíð Vesturlands fer fram í þriðja skiptið núna helgina 20. – 23. júlí nk. Að þessu sinni er hátíðin haldin á Akranesi, en hún fór fyrst fram í Borgarbyggð árið 2021 og svo í Snæfellsbæ árið eftir.
Í tilefni hátíðarinnar hefur Vinnuskóli Borgarbyggðar málað Himnastigann í Borgarnesi í regnbogalitum. Í fyrstu átti einungis að mála þau þrep sem höfðu nú þegar verið máluð í fyrra, en tekin var ákvörðun um að mála allan stigann í ár. Um er að ræða verkefni sem krökkunum finnst skemmtilegt að vinna í og eru þau ánægð með afraksturinn.
Himnastigurinn í Borgarnesi stendur við tónlistarskólann í gamla bænum og leiðir upp í grunnskólann.
Borgarbyggð hvetur íbúa í sveitarfélaginu til þess að skreyta sitt nærumhverfi í regnbogalitum um helgina.
Tengdar fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar
Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember
Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.