
Hinseginhátíð Vesturlands fer fram í þriðja skiptið núna helgina 20. – 23. júlí nk. Að þessu sinni er hátíðin haldin á Akranesi, en hún fór fyrst fram í Borgarbyggð árið 2021 og svo í Snæfellsbæ árið eftir.
Í tilefni hátíðarinnar hefur Vinnuskóli Borgarbyggðar málað Himnastigann í Borgarnesi í regnbogalitum. Í fyrstu átti einungis að mála þau þrep sem höfðu nú þegar verið máluð í fyrra, en tekin var ákvörðun um að mála allan stigann í ár. Um er að ræða verkefni sem krökkunum finnst skemmtilegt að vinna í og eru þau ánægð með afraksturinn.
Himnastigurinn í Borgarnesi stendur við tónlistarskólann í gamla bænum og leiðir upp í grunnskólann.
Borgarbyggð hvetur íbúa í sveitarfélaginu til þess að skreyta sitt nærumhverfi í regnbogalitum um helgina.
Tengdar fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi
Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …