26. október, 2023
Fréttir

Hinseginhátíð Vesturlands fer fram í þriðja skiptið núna helgina 20. – 23. júlí nk. Að þessu sinni er hátíðin haldin á Akranesi, en hún fór fyrst fram í Borgarbyggð árið 2021 og svo í Snæfellsbæ árið eftir.

Í tilefni hátíðarinnar hefur Vinnuskóli Borgarbyggðar málað Himnastigann í Borgarnesi í regnbogalitum. Í fyrstu átti einungis að mála þau þrep sem höfðu nú þegar verið máluð í fyrra, en tekin var ákvörðun um að mála allan stigann í ár. Um er að ræða verkefni sem krökkunum finnst skemmtilegt að vinna í og eru þau ánægð með afraksturinn.

Himnastigurinn í Borgarnesi stendur við tónlistarskólann í gamla bænum og leiðir upp í grunnskólann.

Borgarbyggð hvetur íbúa í sveitarfélaginu til þess að skreyta sitt nærumhverfi í regnbogalitum um helgina.

Tengdar fréttir

28. janúar, 2026
Fréttir

Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð

Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2026. Álagningarseðlar eru á Mínar síður – Pósthólf á island.is Álagningarseðlar hafa verið sendir í pósti til fasteignaeigenda sem eru 78 ára og eldri. Nánari upplýsingar um gjaldskrár eru á heimasíðu Borgarbyggðar, borgarbyggd.is, þeir sem þess óska geta haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla á pappír. Gjalddagar eru tíu, sá …

26. janúar, 2026
Fréttir

Framkvæmdir og sprengingar við Birkiklett

Í næstu viku hefjast sprengingar við Birkiklett í Borgarnesi. Áætlað er að sprengingar hefjast mánudaginn 2. febrúar næstkomandi. Sprengt verður kl. 11:30 og/eða 15:30 daglega. Íbúar og ferðamenn eru beðnir um að fylgja reglum og virða lokun svæðisins á meðan sprengingum stendur. Framkvæmdaraðilar og Borgarbyggð þakka skilning á þeim óþægindum sem framkvæmdunum kann að fylgja