26. október, 2023
Fréttir

Hinseginhátíð Vesturlands fer fram í þriðja skiptið núna helgina 20. – 23. júlí nk. Að þessu sinni er hátíðin haldin á Akranesi, en hún fór fyrst fram í Borgarbyggð árið 2021 og svo í Snæfellsbæ árið eftir.

Í tilefni hátíðarinnar hefur Vinnuskóli Borgarbyggðar málað Himnastigann í Borgarnesi í regnbogalitum. Í fyrstu átti einungis að mála þau þrep sem höfðu nú þegar verið máluð í fyrra, en tekin var ákvörðun um að mála allan stigann í ár. Um er að ræða verkefni sem krökkunum finnst skemmtilegt að vinna í og eru þau ánægð með afraksturinn.

Himnastigurinn í Borgarnesi stendur við tónlistarskólann í gamla bænum og leiðir upp í grunnskólann.

Borgarbyggð hvetur íbúa í sveitarfélaginu til þess að skreyta sitt nærumhverfi í regnbogalitum um helgina.

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.