Nóg er um að vera í Safnahúsinu núna þegar fer að hausta. Sumarsýningin Spor eftir spor- Íslenski búningurinn líður senn undir lok og er síðasti sýningar dagur 9. september, við tekur sýning Vatnslitafélags Íslands Blæbrigði sem opnar 23. september.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá dagskrá haustsins og síðan verður hver og einn viðburður auglýstur sértaklega.
9. september 14.00 – Guðrún Hildur Rosenkjær klæðskeri og sagnfræðingur heldur kynningu á búningum kvenna á 18. og 19. öld.
14. september 17.00 – Kynning Sigurlaugar Dagsdóttur á vefnum Lifandi hefðir á Íslandi og verkefninu Sundhefð Íslendinga.
23. september 14.00 – Opnun á sýningu Vatnslitafélags Íslands Blæbrigði, sýningin stendur til 21. október.
6. október 10.00 – Myndgreiningarmorgnar byrja aftur.
21. október 12.00 – Prinsessu stund á bókasafninu á íslensku og úkraínsku.
8. nóvember 17.00 – Spilastund með Spilavinum.
Frítt er inn á alla viðburði Safnahúss.
Tengdar fréttir
Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.