26. október, 2023
Fréttir

Nóg er um að vera í Safnahúsinu núna þegar fer að hausta. Sumarsýningin Spor eftir spor- Íslenski búningurinn líður senn undir lok og er síðasti sýningar dagur 9. september, við tekur sýning Vatnslitafélags Íslands Blæbrigði sem opnar 23. september.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá dagskrá haustsins og síðan verður hver og einn viðburður auglýstur sértaklega.

9. september 14.00 – Guðrún Hildur Rosenkjær klæðskeri og sagnfræðingur heldur kynningu á búningum kvenna á 18. og 19. öld.

14. september 17.00 – Kynning Sigurlaugar Dagsdóttur á vefnum Lifandi hefðir á Íslandi og verkefninu Sundhefð Íslendinga.

23. september 14.00 – Opnun á sýningu Vatnslitafélags Íslands Blæbrigði, sýningin stendur til 21. október.

 6. október 10.00 – Myndgreiningarmorgnar byrja aftur.

21. október 12.00 – Prinsessu stund á bókasafninu á íslensku og úkraínsku.

8. nóvember 17.00 – Spilastund með Spilavinum.

Frítt er inn á alla viðburði Safnahúss.

Tengdar fréttir

18. desember, 2025
Fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar

Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

16. desember, 2025
Fréttir

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.