
Mikil hálka er á götum og gangstéttum um nær allt sveitarfélag og reyndar um allt suðvestanvert landið. Starfsfólk áhaldahúss og verktakar á vegum Borgarbyggðar hafa síðustu daga unnið að hálkuvörnum. Vonandi hefur nú tekist að saltverja helstu leiðir í þéttbýli. Þá vinnur sveitarfélagið í samstarfi við Vegagerðina að hálkuvörnum víða í dreifbýli skv. svokölluðu helmingaaksturs-fyrirkomulagi. Veghefill frá Vegagerðinni hefur verið að störfum í héraðinu nær stanslaust síðustu daga við að reyna að brjóta ísklamma sem myndast hefur á vegum. Verktakar hafa sömuleiðis sinnt hálkuvörnum og -viðbrögðum. Aðstæður hafa því miður verið þannig að ökutæki að störfum við hálkueyðingu hafa einnig lent í vandræðum.
Því miður þá hefur Borgarbyggð hvorki búnað né mannskap til að bregðast skjótt við öllum ábendingum um hálkuvarnir. Búnaður verktaka vegna snjómoksturs er yfirleitt ekki hannaður til að sinna jafnframt hálkuvörnum og hálkuvarnir eru ekki hluti af þeirra samningum. Borgarbyggð og Vegagerðin munu áfram vinna að hálkuvörnum en m.v. veðurspá virðist leysinga ekki að vænta fyrr en seinni part á sunnudag.
Sem fyrr er mikilvægt að vegfarendur sýni þolinmæði, flýti sér hægt og sýni mikla aðgát við erfiðar aðstæður.
Tengdar fréttir

Snyrting á trjám og runnum við götur og gangstéttir
Það er öllum mikilvægt að geta komist örugglega og greiðlega um götur, gangstéttar og stíga bæjarins. Á sumum stöðum nær trjágróður út fyrir lóðarmörk og veldur vandræðum fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur. Í sumum tilvikum skyggir hann jafnvel á umferðarmerki, götuheiti eða lýsingu. Lóðarhafa er skylt samkvæmt gr. 7.2.2. í byggingarreglugerð að halda vexti trjáa og runna á lóðinni …

Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 17.9.2025
Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 17.9.2025 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof