5. janúar, 2024
Fréttir

Mikil hálka er á götum og gangstéttum um nær allt sveitarfélag og reyndar um allt suðvestanvert landið. Starfsfólk áhaldahúss og verktakar á vegum Borgarbyggðar hafa síðustu daga unnið að hálkuvörnum. Vonandi hefur nú tekist að saltverja helstu leiðir í þéttbýli. Þá vinnur sveitarfélagið í samstarfi við Vegagerðina að hálkuvörnum víða í dreifbýli skv. svokölluðu helmingaaksturs-fyrirkomulagi. Veghefill frá Vegagerðinni hefur verið að störfum í héraðinu nær stanslaust síðustu daga við að reyna að brjóta ísklamma sem myndast hefur á vegum. Verktakar hafa sömuleiðis sinnt hálkuvörnum og -viðbrögðum. Aðstæður hafa því miður verið þannig að ökutæki að störfum við hálkueyðingu hafa einnig lent í vandræðum.

Því miður þá hefur Borgarbyggð hvorki búnað né mannskap til að bregðast skjótt við öllum ábendingum um hálkuvarnir. Búnaður verktaka vegna snjómoksturs er yfirleitt ekki hannaður til að sinna jafnframt hálkuvörnum og hálkuvarnir eru ekki hluti af þeirra samningum. Borgarbyggð og Vegagerðin munu áfram vinna að hálkuvörnum en m.v. veðurspá virðist leysinga ekki að vænta fyrr en seinni part á sunnudag.

Sem fyrr er mikilvægt að vegfarendur sýni þolinmæði, flýti sér hægt og sýni mikla aðgát við erfiðar aðstæður.

Tengdar fréttir

10. júlí, 2025
Fréttir

Reykholtshátíð 25.-27. Júlí nk.

Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Reykholti í Borgarfirði síðustu helgina í júlí. Reykholtshátíð er eftirsóknarverður vettvangur fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur auk þess að vera mikilvægur hlekkur í menningarstarfsemi á Vesturlandi. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru þau Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson.  Þau hafa bæði starfað um árabil við hljóðfæraleik og komið fram með fjölmörgum …

10. júlí, 2025
Fréttir

Slökkvistöð rís í iðngörðum á Hvanneyri

Við Melabraut á Hvanneyri er nú að rísa tæplega 1.700 fermetra límtréshús úr yleiningum frá Límtré Vírnet í eigu Melabrautar byggingarfélags ehf. Í húsinu verða iðngarðar auk þess sem að október næst komandi mun Slökkvilið Borgarbyggðar flytja starfsstöð sína á Hvanneyri í hluta hússins. Í liðinni viku var samningur þar að lútandi undirritaður á byggingarsvæðinu á Hvanneyri. Sá hluti sem …