
Gámur fyrir grenndarstöð er kominn á móttökustöð á Sólbakka en frágangi á honum að utan er ólokið.
Fasteignaeigendur íbúðarhúsnæða og frístundahúsa í sveitarfélaginu geta frá og með 14. júní byrjað að nota grenndarstöðina fyrir minni heimilisúrgang allan sólarhringinn fyrir eftirfarandi úrgangsflokka:
- Plast umbúðir
- Textíl
- Glerumbúðir
- Málmumbúðir
- Pappi-pappír
- Bylgjupappír
- Almennt sorp
- Kaffihylki
- Lítil raftæki
- Rafhlöður og einnota rafrettur
Fyrirtæki og íbúar í sveitarfélaginu með stærri úrgang/kerrufarma eiga áfram að koma á móttökustöðina á opnunartíma hennar sun-fös kl 14-18 og lau kl 10-14. Taka má fram að móttökustöðin verður lokuð mánudaginn 17. júní.
Ekki undir neinum kringumstæðum má skilja eftir úrgang fyrir utan stöðina/við grenndarstöðina.
Tengdar fréttir

Bíllausi dagurinn 2025
Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …

Snyrting á trjám og runnum við götur og gangstéttir
Það er öllum mikilvægt að geta komist örugglega og greiðlega um götur, gangstéttar og stíga bæjarins. Á sumum stöðum nær trjágróður út fyrir lóðarmörk og veldur vandræðum fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur. Í sumum tilvikum skyggir hann jafnvel á umferðarmerki, götuheiti eða lýsingu. Lóðarhafa er skylt samkvæmt gr. 7.2.2. í byggingarreglugerð að halda vexti trjáa og runna á lóðinni …