Gámur fyrir grenndarstöð er kominn á móttökustöð á Sólbakka en frágangi á honum að utan er ólokið.
Fasteignaeigendur íbúðarhúsnæða og frístundahúsa í sveitarfélaginu geta frá og með 14. júní byrjað að nota grenndarstöðina fyrir minni heimilisúrgang allan sólarhringinn fyrir eftirfarandi úrgangsflokka:
- Plast umbúðir
- Textíl
- Glerumbúðir
- Málmumbúðir
- Pappi-pappír
- Bylgjupappír
- Almennt sorp
- Kaffihylki
- Lítil raftæki
- Rafhlöður og einnota rafrettur
Fyrirtæki og íbúar í sveitarfélaginu með stærri úrgang/kerrufarma eiga áfram að koma á móttökustöðina á opnunartíma hennar sun-fös kl 14-18 og lau kl 10-14. Taka má fram að móttökustöðin verður lokuð mánudaginn 17. júní.
Ekki undir neinum kringumstæðum má skilja eftir úrgang fyrir utan stöðina/við grenndarstöðina.
Tengdar fréttir

Íbúafundur um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar
Borgarbyggð boðar til íbúafundar þar sem kynnt verður tillaga að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2026 og framkvæmdaáætlun næstu þriggja ára. Tillagan hefur þegar farið í gegn um fyrri umræðu í sveitarstjórn og áætlað er að taka hana til síðari umræðu 13. desember nk. Á fundinum verður farið yfir rekstur yfirstandandi árs, stöðu framkvæmda og helstu áherslur komandi árs. Sveitarstjóri mun …

Í skóginum búa litlar verur
Barnó! – Barnamenningarhátíð á Vesturlandi var í ár haldin í fyrsta sinn sem sameiginlegt verkefni allra sveitarfélaga á Vesturlandi. Hátíðin stóð yfir frá 9. október til 14. nóvember og bauð upp á fjölbreytta dagskrá; sirkuslistir, tónlist, bókmenntir, myndlist, leiklist, auk ýmissa smiðja og sýninga þar sem börn tóku sjálf virkan þátt. Í Skallagrímsgarði var meðal annars sett upp skemmtileg listasýning …