14. júní, 2024
Fréttir

Gámur fyrir grenndarstöð er kominn á móttökustöð á Sólbakka en frágangi á honum að utan er ólokið.
Fasteignaeigendur íbúðarhúsnæða og frístundahúsa í sveitarfélaginu geta frá og með 14. júní byrjað að nota grenndarstöðina fyrir minni heimilisúrgang allan sólarhringinn fyrir eftirfarandi úrgangsflokka:

  • Plast umbúðir
  • Textíl
  • Glerumbúðir
  • Málmumbúðir
  • Pappi-pappír
  • Bylgjupappír
  • Almennt sorp
  • Kaffihylki
  • Lítil raftæki
  • Rafhlöður og einnota rafrettur

Fyrirtæki og íbúar í sveitarfélaginu með stærri úrgang/kerrufarma eiga áfram að koma á móttökustöðina á opnunartíma hennar sun-fös kl 14-18 og lau kl 10-14. Taka má fram að móttökustöðin verður lokuð mánudaginn 17. júní.

Ekki undir neinum kringumstæðum má skilja eftir úrgang fyrir utan stöðina/við grenndarstöðina.

Tengdar fréttir

10. júlí, 2025
Fréttir

Reykholtshátíð 25.-27. Júlí nk.

Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Reykholti í Borgarfirði síðustu helgina í júlí. Reykholtshátíð er eftirsóknarverður vettvangur fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur auk þess að vera mikilvægur hlekkur í menningarstarfsemi á Vesturlandi. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru þau Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson.  Þau hafa bæði starfað um árabil við hljóðfæraleik og komið fram með fjölmörgum …

10. júlí, 2025
Fréttir

Slökkvistöð rís í iðngörðum á Hvanneyri

Við Melabraut á Hvanneyri er nú að rísa tæplega 1.700 fermetra límtréshús úr yleiningum frá Límtré Vírnet í eigu Melabrautar byggingarfélags ehf. Í húsinu verða iðngarðar auk þess sem að október næst komandi mun Slökkvilið Borgarbyggðar flytja starfsstöð sína á Hvanneyri í hluta hússins. Í liðinni viku var samningur þar að lútandi undirritaður á byggingarsvæðinu á Hvanneyri. Sá hluti sem …