Gámur fyrir grenndarstöð er kominn á móttökustöð á Sólbakka en frágangi á honum að utan er ólokið.
Fasteignaeigendur íbúðarhúsnæða og frístundahúsa í sveitarfélaginu geta frá og með 14. júní byrjað að nota grenndarstöðina fyrir minni heimilisúrgang allan sólarhringinn fyrir eftirfarandi úrgangsflokka:
- Plast umbúðir
- Textíl
- Glerumbúðir
- Málmumbúðir
- Pappi-pappír
- Bylgjupappír
- Almennt sorp
- Kaffihylki
- Lítil raftæki
- Rafhlöður og einnota rafrettur
Fyrirtæki og íbúar í sveitarfélaginu með stærri úrgang/kerrufarma eiga áfram að koma á móttökustöðina á opnunartíma hennar sun-fös kl 14-18 og lau kl 10-14. Taka má fram að móttökustöðin verður lokuð mánudaginn 17. júní.
Ekki undir neinum kringumstæðum má skilja eftir úrgang fyrir utan stöðina/við grenndarstöðina.
Tengdar fréttir

Ráð gert fyrir 234 m.kr. afgangi af rekstri Borgarbyggðar 2026 og framkvæmt samkvæmt áætlun
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar var afgreidd frá fyrri umræðu í sveitarstjórn í gær. Á árinu 2026 er gert ráð fyrir rekstrarafgangi af A-hluta að fjárhæð 234 m.kr. og að veltufé frá rekstri verði 727 m.kr. sem samsvarar 9,8% framlegð en tekjur eru áætlaðar 7.441 m.kr. Fjárfestingar Borgarbyggðar hafa verið miklar eins og gert var ráð fyrir í þeim áætlunum sem unnið hefur verið eftir síðastliðin …

Borgarbyggð eflir mál og læsi í leikskólum með nýju samstarfi
Borgarbyggð og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hafa gert með sér samstarfssamning um verkefnið Mál og læsi: Snemmtæk íhlutun í leikskólum. Markmið verkefnisins er að hámarka árangur allra barna hvað varðar málþroska og grunnþætti læsis og fyrirbyggja eða draga þannig úr líkum á að þau glími við lestrarerfiðleika seinna meir. Einnig er markmiðið að auka þekkingu og hæfni alls starfsfólks leikskólanna …