Gámur fyrir grenndarstöð er kominn á móttökustöð á Sólbakka en frágangi á honum að utan er ólokið.
Fasteignaeigendur íbúðarhúsnæða og frístundahúsa í sveitarfélaginu geta frá og með 14. júní byrjað að nota grenndarstöðina fyrir minni heimilisúrgang allan sólarhringinn fyrir eftirfarandi úrgangsflokka:
- Plast umbúðir
- Textíl
- Glerumbúðir
- Málmumbúðir
- Pappi-pappír
- Bylgjupappír
- Almennt sorp
- Kaffihylki
- Lítil raftæki
- Rafhlöður og einnota rafrettur
Fyrirtæki og íbúar í sveitarfélaginu með stærri úrgang/kerrufarma eiga áfram að koma á móttökustöðina á opnunartíma hennar sun-fös kl 14-18 og lau kl 10-14. Taka má fram að móttökustöðin verður lokuð mánudaginn 17. júní.
Ekki undir neinum kringumstæðum má skilja eftir úrgang fyrir utan stöðina/við grenndarstöðina.
Tengdar fréttir

Kvennaverkfall 2025
Föstudaginn 24. október 2025, eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Í sveitarfélaginu er stór hluti …

Vegur inn í Einkunnir lokaður að hluta
23. og 24. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá salernishúsi að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og vegurinn opinn, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði.