22. október, 2024
Tilkynningar

Mánudaginn 21 október var byrjað að skola út aðveituæð Grábrókarveitu sem liggur fá dælustöðinni í Grábrókarhrauni og niður að Borgarnes.

Þessa útskolun er gerð að jafnaði á sex mánaða fresti og er það gert til að skola grugg úr aðveitulöglögninni.  Þetta er gert til að tryggja eins hreint neysluvatn og kostur er á til viðskiptavina okkar.

Búast má við að verkið taki rúmar tvær vikur frá 21. október til 5. nóvember.  Þeir íbúar sem búa Borgarnes megin við Galtarholt verða væntanlega ekki varir við vinnu Veitna fyrr en 28. október til 5. nóvember

Á verktímanum má búast við lægri/lágum þrýsting og í einstaka tilfellum vatnsleysi á kaldavatninu meðan á útskolun stendur, einnig má búast við einhverju gruggi í vatninu.

Veitur vona að viðskiptavinir okkar sýni verkefninu þolinmæði og umburðarlyndi í þessari vinnu okkar enda eru þið farin að þekkja þetta ferli vel þar sem þetta er gert tvisvar á hverju ári.

Allar nánari upplýsingar má finna hér

Tengdar fréttir

19. janúar, 2026
Fréttir

Lýsing í Einkunnum

Nú er búið að ljúka uppsetningu á nýrri lýsingu í Einkunnum og er svæðið orðið bæði bjartara og aðgengilegra fyrir alla sem þar eiga leið þegar fer að dimma. Sérstakar þakkir færum við verktökum úr heimabyggð, Sigur-Garðar og Arnar Rafvirki, sem tóku verkefnið að sér og skiluðu því hratt og af mikilli fagmennsku. Nú er ráð að njóta umhverfisins og …

16. janúar, 2026
Fréttir

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi

Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta í sundlaug Borgarness. Verkið felur í sér hönnun, innkaup og uppsetningu nýrra vatnsrennibrauta á núverandi undirstöður, ásamt fullnaðarfrágangi. Helstu verkliðir: Hönnun og teikningagerð Aðstöðusköpun Niðurrif eldri búnaðar Vörukaup og tilheyrandi búnaður Uppsetning vatnsrennibrauta Fullnaðarfrágangur Nýjar vatnsrennibrautir skulu tengjast núverandi stigahúsi og vera festar á núverandi undirstöður. Innifalið í verki er að útvega viðeigandi …