22. október, 2024
Tilkynningar

Mánudaginn 21 október var byrjað að skola út aðveituæð Grábrókarveitu sem liggur fá dælustöðinni í Grábrókarhrauni og niður að Borgarnes.

Þessa útskolun er gerð að jafnaði á sex mánaða fresti og er það gert til að skola grugg úr aðveitulöglögninni.  Þetta er gert til að tryggja eins hreint neysluvatn og kostur er á til viðskiptavina okkar.

Búast má við að verkið taki rúmar tvær vikur frá 21. október til 5. nóvember.  Þeir íbúar sem búa Borgarnes megin við Galtarholt verða væntanlega ekki varir við vinnu Veitna fyrr en 28. október til 5. nóvember

Á verktímanum má búast við lægri/lágum þrýsting og í einstaka tilfellum vatnsleysi á kaldavatninu meðan á útskolun stendur, einnig má búast við einhverju gruggi í vatninu.

Veitur vona að viðskiptavinir okkar sýni verkefninu þolinmæði og umburðarlyndi í þessari vinnu okkar enda eru þið farin að þekkja þetta ferli vel þar sem þetta er gert tvisvar á hverju ári.

Allar nánari upplýsingar má finna hér

Tengdar fréttir

2. júlí, 2025
Fréttir

Ungt fólk og lýðheilsa 2025 – Ráðstefna fyrir unga framtíðaleiðtoga

Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir árlegu ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa dagana 12.–14. september 2025 á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Félagslegir töfrar“, sem vísar til þeirra ósýnilegu en kröftugu áhrifa sem skapast í samskiptum og samveru – þar sem einstaklingar verða að hópi og samfélag verður til. Ráðstefnan er opin öllum ungum einstaklingum á aldrinum 15–25 ára, …

2. júlí, 2025
Fréttir

Starfsfólk og íbúar minnast Gísla Karlssonar, fyrrverandi sveitarstjóra og bæjarstjóra í Borgarnesi

  Gísli Karlsson fyrrverandi bæjar- og sveitarstjóri í Borgarnesi Á morgun, fimmtudag, verður borinn til grafar Gísli Karlsson fyrrverandi sveitarstjóri og bæjarstjóri í Borgarnesi. Gísli fæddist árið 1940 á Brjánslæk á Barðaströnd. Hann lauk prófi landbúnaðarhagfræði frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1968 og starfaði í að því loknu sem ráðunautur í Danmörku. Árið 1971 réð Gísli sig til starfa við Bændaskólann …