Mánudaginn 21 október var byrjað að skola út aðveituæð Grábrókarveitu sem liggur fá dælustöðinni í Grábrókarhrauni og niður að Borgarnes.
Þessa útskolun er gerð að jafnaði á sex mánaða fresti og er það gert til að skola grugg úr aðveitulöglögninni. Þetta er gert til að tryggja eins hreint neysluvatn og kostur er á til viðskiptavina okkar.
Búast má við að verkið taki rúmar tvær vikur frá 21. október til 5. nóvember. Þeir íbúar sem búa Borgarnes megin við Galtarholt verða væntanlega ekki varir við vinnu Veitna fyrr en 28. október til 5. nóvember
Á verktímanum má búast við lægri/lágum þrýsting og í einstaka tilfellum vatnsleysi á kaldavatninu meðan á útskolun stendur, einnig má búast við einhverju gruggi í vatninu.
Veitur vona að viðskiptavinir okkar sýni verkefninu þolinmæði og umburðarlyndi í þessari vinnu okkar enda eru þið farin að þekkja þetta ferli vel þar sem þetta er gert tvisvar á hverju ári.
Allar nánari upplýsingar má finna hér
Tengdar fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar
Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember
Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.