Í haust var samið við Furu ehf. til söfnunar á brotajárni í sveitarfélaginu. Í tilboði frá Furu ehf. fóru þeir fram á að af hverju söfnuðu tonni myndu þeir gefa 1000kr. til góðgerðamála sem umhverfis- og landbúnaðarnefnd myndi velja. Verkefnið „Samhugur í Borgarbyggð“ varð fyrir valinu enda styttist í hátíðirnar sem eru oft á tíð sumum erfiðar. En það verkefni felur í sér sjálfboðaliðar, íbúar í Borgarbyggð, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin í sveitarfélaginu. Þetta verkefni hefur verið framkvæmt síðustu 3 ár og gengið vel.
Söfnuðust 192 tonn af brotajárni að þessu sinni og afhenti Gunnar Þór Garðarsson fyrir hönd Furu ehf. Margréti Katrínu Guðnadóttur, annarri af stofnendum verkefnsins, 200.000kr í styrk í dag 1. desember í viðurvist Sigrúnar Ólafsdóttur formanni umhverfis- og landbúnaðardeildar og Sóleyjar Birnu Baldursdóttur deildarstjóra umhverfis- og landbúnaðardeildar.
Margrét var að vonum þakklát fyrir styrkinn og sveitarfélagið afar kátt með þessa góðu hugmynd Furu ehf. og vonar að þetta ýti við fleirum að láta gott af sér leiða.
Tengdar fréttir

Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og mikilvægt framlag til samfélagsmála í heimabyggð. Rósa hefur starfað sem sjálfboðaliði undir merkjum Ungmennafélagsins Íslendings og Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) frá árinu 1980. Framlag Rósu til félags- og …

Rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka
Vegna tæknilegra örðuleika er ekki hægt að afhenda rafrænklippikort vegna gámstöðvar til þeirra sem ekki hafa þegar sótt sitt kort. Unnið er að lausn á málinu og við munum uppfæra stöðuna um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.