1. desember, 2023
Fréttir

Í haust var samið við Furu ehf. til söfnunar á brotajárni í sveitarfélaginu. Í tilboði frá Furu ehf. fóru þeir fram á að af hverju söfnuðu tonni myndu þeir gefa 1000kr. til góðgerðamála sem umhverfis- og landbúnaðarnefnd myndi velja. Verkefnið „Samhugur í Borgarbyggð“ varð fyrir valinu enda styttist í hátíðirnar sem eru oft á tíð sumum erfiðar. En það verkefni felur í sér sjálfboðaliðar, íbúar í Borgarbyggð, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin í sveitarfélaginu. Þetta verkefni hefur verið framkvæmt síðustu 3 ár og gengið vel.

Söfnuðust 192 tonn af brotajárni að þessu sinni og afhenti Gunnar Þór Garðarsson fyrir hönd Furu ehf. Margréti Katrínu Guðnadóttur, annarri af stofnendum verkefnsins, 200.000kr í styrk í dag 1. desember í viðurvist Sigrúnar Ólafsdóttur formanni umhverfis- og landbúnaðardeildar og Sóleyjar Birnu Baldursdóttur deildarstjóra umhverfis- og landbúnaðardeildar.
Margrét var að vonum þakklát fyrir styrkinn og sveitarfélagið afar kátt með þessa góðu hugmynd Furu ehf. og vonar að þetta ýti við fleirum að láta gott af sér leiða.

Tengdar fréttir

4. desember, 2025
Fréttir

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3

Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …

4. desember, 2025
Fréttir

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026

Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér:  Reglur um …