1. desember, 2023
Fréttir

Í haust var samið við Furu ehf. til söfnunar á brotajárni í sveitarfélaginu. Í tilboði frá Furu ehf. fóru þeir fram á að af hverju söfnuðu tonni myndu þeir gefa 1000kr. til góðgerðamála sem umhverfis- og landbúnaðarnefnd myndi velja. Verkefnið „Samhugur í Borgarbyggð“ varð fyrir valinu enda styttist í hátíðirnar sem eru oft á tíð sumum erfiðar. En það verkefni felur í sér sjálfboðaliðar, íbúar í Borgarbyggð, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin í sveitarfélaginu. Þetta verkefni hefur verið framkvæmt síðustu 3 ár og gengið vel.

Söfnuðust 192 tonn af brotajárni að þessu sinni og afhenti Gunnar Þór Garðarsson fyrir hönd Furu ehf. Margréti Katrínu Guðnadóttur, annarri af stofnendum verkefnsins, 200.000kr í styrk í dag 1. desember í viðurvist Sigrúnar Ólafsdóttur formanni umhverfis- og landbúnaðardeildar og Sóleyjar Birnu Baldursdóttur deildarstjóra umhverfis- og landbúnaðardeildar.
Margrét var að vonum þakklát fyrir styrkinn og sveitarfélagið afar kátt með þessa góðu hugmynd Furu ehf. og vonar að þetta ýti við fleirum að láta gott af sér leiða.

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.