
Í haust var samið við Furu ehf. til söfnunar á brotajárni í sveitarfélaginu. Í tilboði frá Furu ehf. fóru þeir fram á að af hverju söfnuðu tonni myndu þeir gefa 1000kr. til góðgerðamála sem umhverfis- og landbúnaðarnefnd myndi velja. Verkefnið „Samhugur í Borgarbyggð“ varð fyrir valinu enda styttist í hátíðirnar sem eru oft á tíð sumum erfiðar. En það verkefni felur í sér sjálfboðaliðar, íbúar í Borgarbyggð, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin í sveitarfélaginu. Þetta verkefni hefur verið framkvæmt síðustu 3 ár og gengið vel.
Söfnuðust 192 tonn af brotajárni að þessu sinni og afhenti Gunnar Þór Garðarsson fyrir hönd Furu ehf. Margréti Katrínu Guðnadóttur, annarri af stofnendum verkefnsins, 200.000kr í styrk í dag 1. desember í viðurvist Sigrúnar Ólafsdóttur formanni umhverfis- og landbúnaðardeildar og Sóleyjar Birnu Baldursdóttur deildarstjóra umhverfis- og landbúnaðardeildar.
Margrét var að vonum þakklát fyrir styrkinn og sveitarfélagið afar kátt með þessa góðu hugmynd Furu ehf. og vonar að þetta ýti við fleirum að láta gott af sér leiða.
Tengdar fréttir

Reykholtshátíð 25.-27. Júlí nk.
Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Reykholti í Borgarfirði síðustu helgina í júlí. Reykholtshátíð er eftirsóknarverður vettvangur fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur auk þess að vera mikilvægur hlekkur í menningarstarfsemi á Vesturlandi. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru þau Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Þau hafa bæði starfað um árabil við hljóðfæraleik og komið fram með fjölmörgum …

Slökkvistöð rís í iðngörðum á Hvanneyri
Við Melabraut á Hvanneyri er nú að rísa tæplega 1.700 fermetra límtréshús úr yleiningum frá Límtré Vírnet í eigu Melabrautar byggingarfélags ehf. Í húsinu verða iðngarðar auk þess sem að október næst komandi mun Slökkvilið Borgarbyggðar flytja starfsstöð sína á Hvanneyri í hluta hússins. Í liðinni viku var samningur þar að lútandi undirritaður á byggingarsvæðinu á Hvanneyri. Sá hluti sem …