1. desember, 2023
Fréttir

Í haust var samið við Furu ehf. til söfnunar á brotajárni í sveitarfélaginu. Í tilboði frá Furu ehf. fóru þeir fram á að af hverju söfnuðu tonni myndu þeir gefa 1000kr. til góðgerðamála sem umhverfis- og landbúnaðarnefnd myndi velja. Verkefnið „Samhugur í Borgarbyggð“ varð fyrir valinu enda styttist í hátíðirnar sem eru oft á tíð sumum erfiðar. En það verkefni felur í sér sjálfboðaliðar, íbúar í Borgarbyggð, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin í sveitarfélaginu. Þetta verkefni hefur verið framkvæmt síðustu 3 ár og gengið vel.

Söfnuðust 192 tonn af brotajárni að þessu sinni og afhenti Gunnar Þór Garðarsson fyrir hönd Furu ehf. Margréti Katrínu Guðnadóttur, annarri af stofnendum verkefnsins, 200.000kr í styrk í dag 1. desember í viðurvist Sigrúnar Ólafsdóttur formanni umhverfis- og landbúnaðardeildar og Sóleyjar Birnu Baldursdóttur deildarstjóra umhverfis- og landbúnaðardeildar.
Margrét var að vonum þakklát fyrir styrkinn og sveitarfélagið afar kátt með þessa góðu hugmynd Furu ehf. og vonar að þetta ýti við fleirum að láta gott af sér leiða.

Tengdar fréttir

18. desember, 2025
Fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar

Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

16. desember, 2025
Fréttir

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.