Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) standa fyrir fundi um ráðstöfun dýraleifa miðvikudaginn 21. febrúar n.k. Fundurinn verður á Teams og hefst kl. 09:00.
Frummælendur á fundinum verða:
- Stefán Gíslason ráðgjafi hjá Environice
Dýraleifar: Skipting ábyrgðar, staða og horfur - Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands
Kynning á tilraunaverkefni um flutning dýraleifa í brennsluAllir velkomnir
Til að fá fundarboð á Teams þarf að skrá sig á fundinn í síðasta lagi þriðjudaginn 20. febrúar n.k. á þetta skráningarform
Tengdar fréttir

Samhugur í Borgarbyggð
Íbúar í Borgarbyggð, í samvinnu við Borgarfjarðarkirkjur og Rauða Krossinn á Vesturlandi, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin. Hópurinn “Samhugur í Borgarbyggð” safnar gjöfum, gjafakortum og peningum á skrifstofu Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi, einnig er hægt að leggja inn á reikning sem kirkjan hefur látið Samhug í té, rkn. 0357-22-2688, kt. …

Aðventuhátíð Borgarbyggðar 2025
Aðventuhátíð Borgarbyggðar verður haldin í Skallagrímsgarði, fyrsta í aðventu, þann 30. nóvember klukkan 16:00. Jólaljósin verða tendruð við skemmtilega dagskrá. Þau Árni Beinteinn og Sylvía Erla frá bestu lögum barnanna mæta, jólasveinar kíkja í heimsókn, Kristbjörg Ragney og Guðrún Katrín frá Listaskóla Borgarfjarðar syngja vel valin jólalög. Smákökur og kakó verða svo auðvitað á sínum stað ásamt jólamarkaði Öldunnar. Kynnir …