
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) standa fyrir fundi um ráðstöfun dýraleifa miðvikudaginn 21. febrúar n.k. Fundurinn verður á Teams og hefst kl. 09:00.
Frummælendur á fundinum verða:
- Stefán Gíslason ráðgjafi hjá Environice
Dýraleifar: Skipting ábyrgðar, staða og horfur - Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands
Kynning á tilraunaverkefni um flutning dýraleifa í brennsluAllir velkomnir
Til að fá fundarboð á Teams þarf að skrá sig á fundinn í síðasta lagi þriðjudaginn 20. febrúar n.k. á þetta skráningarform
Tengdar fréttir

Beactive hreyfivika í Borgarbyggð árið 2025- Finndu þína hreyfingu!
Hugmyndafræði Beactive hreyfivikunnar í Borgarbyggð árið 2025 byggir á samveru fjölskyldunnar og mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Við viljum skapa vettvang þar sem öll fjölskyldan – börn, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur, við öll – getum tekið þátt saman í skemmtilegum og hvetjandi viðburðum sem stuðla að bættri heilsu, vellíðan og tengslum. Dagskráin er fjölbreytt og aðgengileg fyrir …

Endurvinnslukort Borgarbyggðar- Ertu með kortið?
Allir fasteignaeigendur í Borgarbyggð sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis geta sótt rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka. Kortið virkar þannig að þegar komið er inn á gámasvæðið er kortið skannað, starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Starfsmaður gámasvæðis metur magn og tekur út …