Kæru íbúar
Framundan eru gatnaframkvæmdir sem hefjast þann 22.janúar við Vallarás. Koma á fyrir ræsum og þar af leiðandi þarf að loka fyrir umferð á meðan framkvæmdum standa yfir. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir í 8 vikur.
Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Framkvæmdaraðilar verkefnisins eru Veitur, RARIK, og Borgarbyggð og er það Bjarni Benedikt Gunnarsson hjá Verkís sem tekur við fyrirspurnum er varðar verkið. Netfangið hjá honum er bbg@verkis.is.

Tengdar fréttir

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarbyggð
Fimmtudaginn 6. nóvember nk. verður haldið reisugildi við nýja fjölnota íþróttahúsið í Borgarbyggð, í tilefni þess að búið sé að loka húsinu. Hvetjum við öll til að mæta og skoða svæðið, boðið er upp á veitingar og léttar íþróttastöðvar þar sem hægt verður að sýna takta sína. Framkvæmdir við húsið hófust formlega með skóflustungu þann 20. mars síðastliðin en með …

Hlýnandi veður og möguleg asahláka um helgina
Vakin er athygli á að hlýnandi veður er spáð á morgun (31.10) og um helgina. Búast má við mögulegri asahláku. Slíkt getur skapað hálku og leysingar á götum, stígum og lóðum, sérstaklega þar sem klaki og snjór bráðna hratt. Íbúar eru hvattir til að tryggja að niðurföll við heimili þeirra séu opin og laus við snjó og klaka, svo frárennsli …