Kæru íbúar
Framundan eru gatnaframkvæmdir sem hefjast þann 22.janúar við Vallarás. Koma á fyrir ræsum og þar af leiðandi þarf að loka fyrir umferð á meðan framkvæmdum standa yfir. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir í 8 vikur.
Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Framkvæmdaraðilar verkefnisins eru Veitur, RARIK, og Borgarbyggð og er það Bjarni Benedikt Gunnarsson hjá Verkís sem tekur við fyrirspurnum er varðar verkið. Netfangið hjá honum er bbg@verkis.is.
Tengdar fréttir
Takk Guðmundur!
Nýtt bráðabirgða biðskýli er nú komið upp á Hvanneyri. Um er að ræða skýli sem Guðmundur Hallgrímsson, íbúi á Hvanneyri, hagleiksmaður og snillingur, smíðaði. Eins og sjá má notaði Guðmundur gömul rafmagnskefli sem grunn að skýlinu. Við þökkum Guðmundi innilega fyrir þetta glæsilega skýli sem vonandi gagnast vel til að skýla börnum og fullorðnum fyrir veðri og vindum meðan beðið …
Opnunarhátíð félagsstarfs eldri borgara – Karlarnir í skúrnum! Sólbakka 4.
Karlarnir í skúrnum opna í Borgarnesi! Við bjóðum þig velkominn á opnunarhátíð fimmtudaginn 23. janúar – stað þar sem karlar hittast, spjalla, gera við og smíða hluti og njóta félagskapar. Hvetjum alla sem áhuga hafa á að koma og sjá þessa gríðarlega góðu vinnu sem Aldan hefur lagt í þetta verkefni með ómetanlegri hjálp frá Skúla Ingvarssyni og Birgi Ásgeirssyni, …