
Kæru íbúar
Framundan eru gatnaframkvæmdir sem hefjast þann 22.janúar við Vallarás. Koma á fyrir ræsum og þar af leiðandi þarf að loka fyrir umferð á meðan framkvæmdum standa yfir. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir í 8 vikur.
Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Framkvæmdaraðilar verkefnisins eru Veitur, RARIK, og Borgarbyggð og er það Bjarni Benedikt Gunnarsson hjá Verkís sem tekur við fyrirspurnum er varðar verkið. Netfangið hjá honum er bbg@verkis.is.
Tengdar fréttir

Útboð vegna niðurrifs á Brákarbraut 25
Borgarbyggð óskar eftir tilboði í niðurrifi á 6 byggingarhlutum og förgun rifúrgangs við Brákarbraut 25. Allt steypuvirki skal brjóta niður og hreinsa af bendistáli. Rifúrgang skal flokka og ráðstafa hverjum efnisflokki til endurnýtingar, endurvinnslu eða í förgun. Í byggingarhlutum eru asbestplötur sem fjarlægja skal og farga. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 28. ágúst 2025. Vettvangsskoðun …

261. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar
261. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 13. febrúar 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 261 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.