Kæru íbúar
Framundan eru gatnaframkvæmdir sem hefjast þann 22.janúar við Vallarás. Koma á fyrir ræsum og þar af leiðandi þarf að loka fyrir umferð á meðan framkvæmdum standa yfir. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir í 8 vikur.
Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Framkvæmdaraðilar verkefnisins eru Veitur, RARIK, og Borgarbyggð og er það Bjarni Benedikt Gunnarsson hjá Verkís sem tekur við fyrirspurnum er varðar verkið. Netfangið hjá honum er bbg@verkis.is.

Tengdar fréttir

Söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð
Á næstu vikum mun fara fram söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð. Bændur sem vilja að sótt verði plast til þeirra eru vinsamlegast beðnir um að senda inn upplýsingar á netfangið ulm@borgarbyggd.is. Beiðnir þurfa að berast í síðasta lagi 20. nóvember. Við hvetjum alla til að hafa plastið sé vel frá gengið til þess að auðvelda söfnun.

271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn, 13. nóvember 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: 271. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Streymi frá fundinum má finna hér.