
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi er að hefjast en seinnipartinn í gær var keyrður inn hamar, sem kemur til með að reka niður rekstaurana á íþróttasvæðinu.
Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað er að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má því búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis.
Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan á framkvæmdum stendur.
Niðurrif á hluta húsnæðis Borgarbyggðar Brákarey hófst í byrjun apríl en þeim áfanga er um að ræða hluta gamla sláturhússins og gúanósins, niðurrif er komið vel á veg.
Tengdar fréttir

Listamanneskja Borgarbyggðar 2025
Kæru íbúar, Borgarbyggð óskar eftir tilnefningum til listamanneskju Borgarbyggðar fyrir árið 2025. Allir eru hvattir til að taka þátt.