1. júlí, 2024
Fréttir

Samþykkt hefur verið nýtt deiliskipulag til auglýsingar fyrir Íþróttasvæðið í Borgarnesi. Byggðarráð afgreiddi tillöguna á fundi sínum síðast liðinn fimmtudag. Þá var samþykkt hefjast handa við forval fyrir útboð á byggingu á knatthúsi – fjölnota íþróttahúsi á svæðinu. Þann 19. júní var haldið opið hús fyrir íbúa þar sem bæði nýtt deiliskipulag og bygging hússins voru kynnt.  Þar voru á staðnum verkfræðingar frá EFLU, sem unnið hafa að frumhönnun hússins, og land- og skipulagsfræðingur Landmótunar, sem sá um vinnu við skipulagið, og svöruðu spurningum íbúa.

Næstu skref

Á opna húsinu var farið yfir drög að tímalínu fyrir skipulagið. Brátt mun auglýsing vegna skipulagsins birtast í Skipulagsgátt, Lögbirtingarblaðinu og fjölmiðlum. Lögbundinn auglýsingatími er sex vikur og á þeim tíma gefast íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kostur á að skila inn athugasemdum.

Að loknum auglýsingatíma fjallar skipulags- og byggingarnefnd um framkomnar athugasemdir og gerir tillögu til sveitarstjórnar. Þá er þeim svarað er gerðu athugasemdir við tillöguna. Gera má ráð fyrir að þetta tímabil taki um tvær vikur.

Í kjölfarið tekur Skipulagsstofnun tillöguna til umfjöllunar en hún gefur sér þrjár vikur til að koma athugasemdum á framfæri.

Ef Skipulagsstofnun gerir athugasemdir þá bregst sveitarstjórn við með því að gera nauðsynlegar breytingar og senda bréf til Skipulagsstofnunar. Loks birtir sveitarstjórn auglýsingu í b-deild stjórnartíðinda. M.v. ofangreinda tímalínu má því ætla að skipulag gæti orðið tilbúið undir lok október gangi ferlið hnökralítið fyrir sig.

Undirbúningur, hönnun og upphaf framkvæmda

Undirbúningur vegna byggingar knatthúss helst í hendur við nýtt deiliskipulag. Búið er að auglýsa forval vegna byggingar íþróttahússins og er miðað við alútboð á verkinu sem felst í því að bjóðendur bjóða bæði í fullnaðarhönnun og framkvæmdina sjálfa. Útboðið sjálft mun síðan fara fram að lokinni samþykkt deiliskipulags.

Ef allt gengur eins og í sögu gætu undirbúningsframkvæmdir og hönnun hafist í fyrir lok árs og framkvæmdir við húsið sjálft í raun hafist að útboði loknu.

Frekari vinna vegna áhrifa framkvæmdanna á Borgarbyggð stendur yfir en t.a.m. er nú unnið óháð mat á áhrifum þeirra á fjárhag sveitarfélagsins í samræmi við sveitarstjórnarlög. Í ljós umfangs verksins þá ákvað Borgarbyggð snemma í sumar að láta vinna vinnslutillögu og var hún til kynningar um umsagnar í Skipulagsgátt.

Sjá nánari upplýsinar hér.

 

Tengdar fréttir

18. júní, 2025
Fréttir

Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025

Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …

18. júní, 2025
Fréttir

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025

Árlega er viðurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðlistakona er fædd þann 15. apríl árið 1994 og steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir …