Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2024 á áttatíu ára lýðveldisafmæli Íslands var Edda María Jónsdóttir, nýstúdent úr Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir valinu. Edda María Jónsdóttir flutti ljóðið, Hvert á sér fegra föðurland, eftir Huldu, en ljóðið er hluti af ljóðabálki sem saminn var í tilefni af stofnun lýðveldisins 1944.
Edda María flutti í Borgarnes ung að árum en í föðurættina er hún Borgnesingur og Borgfirðingur svo langt sem elstu menn muna.
Edda María er lífsglöð ung stúlka enda var hún skemmtanastjóri í stjórn MB á síðasta ári. Á útskriftinni úr MB kom Edda María fram og söng lag Unu Torfa, Í löngu máli ,en faðir hennar Jón Sigmundsson lék undir.
Auk þess að flytja hátíðarljóðið í Skallagrímsgarðinum, fór Edda María í heimsókn í Brákarhlíð og flutt ljóðið fyrir heimilismenn og hlaut mikið lof og þakklæti fyrir
Tengdar fréttir

Rafmagnslaust frá Tungulæk að Fíflholti og frá Rauðkollsstöðum að Fíflholti þann 22.1.2026
Vegna vinnu við niðurrif á eldra dreifikerfi verður rafmagnslaust frá Tungulæk að Fíflholti frá kl. 9:30 til kl. 10:30 þann 22.1.2026. Einnig verður rafmagnslaust frá Rauðkollsstöðum að Fíflholti frá kl.13:00 til 14:00 sama dag (22.1.2026) Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma meðan á framkvæmd stendur vegna prófana. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528 9000. Kort af svæðinu má …

Sigurður Kristjánsson ráðinn fjármálastjóri Borgarbyggðar
Sigurður Kristjánsson hefur tekið við stöðu fjármálastjóra Borgarbyggðar en hann hóf störf í dag, 20. janúar. Sigurður er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og býr yfir yfirgripsmikilli reynslu af fjármálastýringu. Hann starfaði sem fjármálastjóri Lyfju á árunum 2000–2024 og hefur þar með áratuga reynslu af fjármálum og rekstri stórra fyrirtækja. Undanfarin misseri starfaði hann jafnframt sem sviðsstjóri …