18. júní, 2024
Fréttir

Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2024 á áttatíu ára lýðveldisafmæli Íslands var Edda María Jónsdóttir, nýstúdent úr Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir valinu. Edda María Jónsdóttir flutti ljóðið, Hvert á sér fegra föðurland, eftir Huldu, en ljóðið er hluti af ljóðabálki sem saminn var í tilefni af stofnun lýðveldisins 1944.

Edda María flutti í Borgarnes ung að árum en í föðurættina er hún Borgnesingur og Borgfirðingur svo langt sem elstu menn muna.

Edda María er lífsglöð ung stúlka enda var hún skemmtanastjóri í stjórn MB á síðasta ári. Á útskriftinni úr MB kom Edda María fram og söng lag Unu Torfa, Í löngu máli ,en faðir hennar Jón Sigmundsson lék undir.

Auk þess að flytja hátíðarljóðið í Skallagrímsgarðinum, fór Edda María í heimsókn í Brákarhlíð og flutt ljóðið fyrir heimilismenn og hlaut mikið lof og þakklæti fyrir

Tengdar fréttir

18. desember, 2025
Fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar

Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

16. desember, 2025
Fréttir

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.