Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2024 á áttatíu ára lýðveldisafmæli Íslands var Edda María Jónsdóttir, nýstúdent úr Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir valinu. Edda María Jónsdóttir flutti ljóðið, Hvert á sér fegra föðurland, eftir Huldu, en ljóðið er hluti af ljóðabálki sem saminn var í tilefni af stofnun lýðveldisins 1944.
Edda María flutti í Borgarnes ung að árum en í föðurættina er hún Borgnesingur og Borgfirðingur svo langt sem elstu menn muna.
Edda María er lífsglöð ung stúlka enda var hún skemmtanastjóri í stjórn MB á síðasta ári. Á útskriftinni úr MB kom Edda María fram og söng lag Unu Torfa, Í löngu máli ,en faðir hennar Jón Sigmundsson lék undir.
Auk þess að flytja hátíðarljóðið í Skallagrímsgarðinum, fór Edda María í heimsókn í Brákarhlíð og flutt ljóðið fyrir heimilismenn og hlaut mikið lof og þakklæti fyrir
Tengdar fréttir

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarbyggð
Fimmtudaginn 6. nóvember nk. verður haldið reisugildi við nýja fjölnota íþróttahúsið í Borgarbyggð, í tilefni þess að búið sé að loka húsinu. Hvetjum við öll til að mæta og skoða svæðið, boðið er upp á veitingar og léttar íþróttastöðvar þar sem hægt verður að sýna takta sína. Framkvæmdir við húsið hófust formlega með skóflustungu þann 20. mars síðastliðin en með …

Hlýnandi veður og möguleg asahláka um helgina
Vakin er athygli á að hlýnandi veður er spáð á morgun (31.10) og um helgina. Búast má við mögulegri asahláku. Slíkt getur skapað hálku og leysingar á götum, stígum og lóðum, sérstaklega þar sem klaki og snjór bráðna hratt. Íbúar eru hvattir til að tryggja að niðurföll við heimili þeirra séu opin og laus við snjó og klaka, svo frárennsli …