14. maí, 2024
Tilkynningar

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar óskar eftir að ráða metnaðarfullan fagaðila í barnavernd.

Um er að ræða 100% tímabundna stöðu til eins árs, með möguleika á framlengingu. Leitað er eftir fagaðila með menntun sem nýtist í starfi á borð við félagsráðgjafa, sálfræðinga eða þroskaþjálfa.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á allri almennri vinnslu barnaverndarmála, s.s móttaka tilkynninga, skráning, könnun máls og gerð meðferðaráætlana.
  •  Vinnsla við fóstur- og vistunarmál.
  •  Bakvaktir í barnavernd skv. samningi þar um.
  • Veita ráðgjöf og sinna málstjórn í stuðnings teymum vegna þjónustu í þágu farsældar barna.
  • Koma að uppbyggingu á barnaverndarþjónustu Vesturlands og samstarf við sveitarfélögin er koma að þjónustunni.
  • Þáttaka í þverfaglegri teymisvinnu og samstarf við lykilstofnanir.
  • Veita ráðgjöf og stuðning við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Víðtæk þekking og reynsla á sviði barnaverndar, farsældar og meðferð fjölskyldumála.
  • Þekking og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu og málstjórn.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð viðhorf.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
Fríðindi í starfi
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Heilsustyrkur til starfsmanna

Tengdar fréttir

18. júní, 2025
Fréttir

Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025

Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …

18. júní, 2025
Fréttir

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025

Árlega er viðurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðlistakona er fædd þann 15. apríl árið 1994 og steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir …