14. maí, 2024
Tilkynningar

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar óskar eftir að ráða metnaðarfullan fagaðila í barnavernd.

Um er að ræða 100% tímabundna stöðu til eins árs, með möguleika á framlengingu. Leitað er eftir fagaðila með menntun sem nýtist í starfi á borð við félagsráðgjafa, sálfræðinga eða þroskaþjálfa.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á allri almennri vinnslu barnaverndarmála, s.s móttaka tilkynninga, skráning, könnun máls og gerð meðferðaráætlana.
  •  Vinnsla við fóstur- og vistunarmál.
  •  Bakvaktir í barnavernd skv. samningi þar um.
  • Veita ráðgjöf og sinna málstjórn í stuðnings teymum vegna þjónustu í þágu farsældar barna.
  • Koma að uppbyggingu á barnaverndarþjónustu Vesturlands og samstarf við sveitarfélögin er koma að þjónustunni.
  • Þáttaka í þverfaglegri teymisvinnu og samstarf við lykilstofnanir.
  • Veita ráðgjöf og stuðning við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Víðtæk þekking og reynsla á sviði barnaverndar, farsældar og meðferð fjölskyldumála.
  • Þekking og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu og málstjórn.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð viðhorf.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
Fríðindi í starfi
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Heilsustyrkur til starfsmanna

Tengdar fréttir

18. desember, 2025
Fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar

Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

16. desember, 2025
Fréttir

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.