14. maí, 2024
Tilkynningar

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar óskar eftir að ráða metnaðarfullan fagaðila í barnavernd.

Um er að ræða 100% tímabundna stöðu til eins árs, með möguleika á framlengingu. Leitað er eftir fagaðila með menntun sem nýtist í starfi á borð við félagsráðgjafa, sálfræðinga eða þroskaþjálfa.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á allri almennri vinnslu barnaverndarmála, s.s móttaka tilkynninga, skráning, könnun máls og gerð meðferðaráætlana.
  •  Vinnsla við fóstur- og vistunarmál.
  •  Bakvaktir í barnavernd skv. samningi þar um.
  • Veita ráðgjöf og sinna málstjórn í stuðnings teymum vegna þjónustu í þágu farsældar barna.
  • Koma að uppbyggingu á barnaverndarþjónustu Vesturlands og samstarf við sveitarfélögin er koma að þjónustunni.
  • Þáttaka í þverfaglegri teymisvinnu og samstarf við lykilstofnanir.
  • Veita ráðgjöf og stuðning við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Víðtæk þekking og reynsla á sviði barnaverndar, farsældar og meðferð fjölskyldumála.
  • Þekking og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu og málstjórn.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð viðhorf.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
Fríðindi í starfi
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Heilsustyrkur til starfsmanna

Tengdar fréttir

23. október, 2025
Fréttir

Kvennaverkfall 2025

Föstudaginn 24. október 2025, eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Í sveitarfélaginu er stór hluti …

22. október, 2025
Fréttir

Vegur inn í Einkunnir lokaður að hluta

23. og 24. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá salernishúsi að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og vegurinn opinn, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði.