
Sveitarfélagið leitar til íbúa og hagsmunaaðila eftir hugmyndum og sjónarmiðum við vinnu endurskoðun aðalskipulags.
Skipulags- og matslýsing endurskoðun aðalskipulags hefur verið auglýst og verður í auglýsingu til 11. september 2023.
Vefkönnun – Hugmyndir og sjónarmið hefur verið sett í loftið og verða svör vefkönnunarinnar höfð til hliðsjónar við stefnumótun og skipulags í bæði dreifbýli og þéttbýli, því er mikilvægt fyrir sveitarfélagið að sem flestir komi fram með sínar skoðanir.
Tengdar fréttir

Þakkir við starfslok
Mikil tímamót urðu í sögu Grunnskólans í Borgarnesi nú í vor við lok skólaárs þegar þrír kennarar létu af störfum vegna aldurs, eftir langan og farsælan starfsferil. Kristín Valgarðsdóttir deildarstjóri unglingastigs, Ragnhildur Kristín Einarsdóttir aðstoðarskólastjóri og Guðrún Rebekka Kristjánsdóttir sérkennari luku glæsilegum ferli í kennslu eftir mörg ár í skólaumhverfinu. Kristín Valgarðsdóttir hefur starfað við Grunnskólann í Borgarnesi í 18 ár, Ragnhildur Kristín Einarsdóttir í 26 ár og Guðrún Rebekka Kristjánsdóttir í 29 ár. Samanalagt hafa þær varið um 73 árum í Grunnskólanum í Borgarnesi. Borgarbyggð vill þakka þessum frábæru kennurum …