Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að ganga til samninga við Sjamma ehf. um endurbyggingu á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar – Kleppjárnsreykjadeild.
Áformað er að hefjast handa við verkefnið strax eftir páska. Í upphafi verða settar upp girðingar, öryggissvæði verður afmarkað, starfsmannaaðstaða sett upp og gerð aðkomuleið. Þegar sú aðstaða verður tilbúin verður ráðist í niðurrif. Samkvæmt áætlun er miðað við að vinna við sökkla hefjist snemmsumars . Verkáætlun, lögð fram af verktaka, miðast við að verkinu verði skilað í ágústlok 2025.
Tilboð Sjamma hljóðaði upp á liðlega 1.061 m.kr. og frávikstilboð upp á 1.044 m.kr. og var frávikstilboði tekið en væntingar eru um að þar með vinnist verkið hraðar og rask á verkstað verði minna en ella.
Um er að ræða stærstu fjárfestingu sveitarfélagsins um árabil. Samhliða var lagt fram sérstakt mat áhrifum fjárfestingarinnar á fjárhag sveitarfélagsins en niðurstaða þess er að Borgarbyggð ráði vel við fjárfestinguna m.v. þær forsendur sem liggja fyrir.
Á meðan á framkvæmdatíma stendur verður sett upp bráðabirgðahúsnæði milli álma skólans og hefst sú vinna eftir páska verður hafist handa við að setja upp bráðabirgðaandyri og salerniseining. Í framhaldinu verður síðan komið fyrir tímabundnu kennslurými.
Mynd að ofan sýnir áætlað útlit nýbyggingar með fyrirvara um lítils háttar útlitsbreytingar.
Tengdar fréttir
Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð
Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn. Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða …
Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!