25. mars, 2024
Fréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að ganga til samninga við Sjamma ehf. um endurbyggingu á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar – Kleppjárnsreykjadeild.

Áformað er að hefjast handa við verkefnið strax eftir páska. Í upphafi verða settar upp girðingar, öryggissvæði verður afmarkað, starfsmannaaðstaða sett upp og gerð aðkomuleið. Þegar sú aðstaða verður tilbúin verður ráðist í niðurrif. Samkvæmt áætlun er miðað við að vinna við sökkla hefjist snemmsumars . Verkáætlun, lögð fram af verktaka, miðast við að verkinu verði skilað í ágústlok 2025.

Tilboð Sjamma hljóðaði upp á liðlega 1.061 m.kr. og frávikstilboð upp á 1.044 m.kr. og var frávikstilboði tekið en væntingar eru um að þar með vinnist verkið hraðar og rask á verkstað verði minna en ella.

Um er að ræða stærstu fjárfestingu sveitarfélagsins um árabil. Samhliða var lagt fram sérstakt mat áhrifum fjárfestingarinnar á fjárhag sveitarfélagsins en niðurstaða þess er að Borgarbyggð ráði vel við fjárfestinguna m.v. þær forsendur sem liggja fyrir.

Á meðan á framkvæmdatíma stendur verður sett upp bráðabirgðahúsnæði milli álma skólans og hefst sú vinna eftir páska verður hafist handa við að setja upp bráðabirgðaandyri og salerniseining. Í framhaldinu verður síðan komið fyrir tímabundnu kennslurými.

Mynd að ofan sýnir áætlað útlit nýbyggingar með fyrirvara um lítils háttar útlitsbreytingar.

Tengdar fréttir

23. október, 2025
Fréttir

Kvennaverkfall 2025

Föstudaginn 24. október 2025, eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Í sveitarfélaginu er stór hluti …

22. október, 2025
Fréttir

Vegur inn í Einkunnir lokaður að hluta

23. og 24. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá salernishúsi að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og vegurinn opinn, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði.