25. mars, 2024
Fréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að ganga til samninga við Sjamma ehf. um endurbyggingu á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar – Kleppjárnsreykjadeild.

Áformað er að hefjast handa við verkefnið strax eftir páska. Í upphafi verða settar upp girðingar, öryggissvæði verður afmarkað, starfsmannaaðstaða sett upp og gerð aðkomuleið. Þegar sú aðstaða verður tilbúin verður ráðist í niðurrif. Samkvæmt áætlun er miðað við að vinna við sökkla hefjist snemmsumars . Verkáætlun, lögð fram af verktaka, miðast við að verkinu verði skilað í ágústlok 2025.

Tilboð Sjamma hljóðaði upp á liðlega 1.061 m.kr. og frávikstilboð upp á 1.044 m.kr. og var frávikstilboði tekið en væntingar eru um að þar með vinnist verkið hraðar og rask á verkstað verði minna en ella.

Um er að ræða stærstu fjárfestingu sveitarfélagsins um árabil. Samhliða var lagt fram sérstakt mat áhrifum fjárfestingarinnar á fjárhag sveitarfélagsins en niðurstaða þess er að Borgarbyggð ráði vel við fjárfestinguna m.v. þær forsendur sem liggja fyrir.

Á meðan á framkvæmdatíma stendur verður sett upp bráðabirgðahúsnæði milli álma skólans og hefst sú vinna eftir páska verður hafist handa við að setja upp bráðabirgðaandyri og salerniseining. Í framhaldinu verður síðan komið fyrir tímabundnu kennslurými.

Mynd að ofan sýnir áætlað útlit nýbyggingar með fyrirvara um lítils háttar útlitsbreytingar.

Tengdar fréttir

16. september, 2025
Fréttir

Snyrting á trjám og runnum við götur og gangstéttir

Það er öllum mikilvægt að geta komist örugglega og greiðlega um götur, gangstéttar og stíga bæjarins. Á sumum stöðum nær trjágróður út fyrir lóðarmörk og veldur vandræðum fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur. Í sumum tilvikum skyggir hann jafnvel á umferðarmerki, götuheiti eða lýsingu. Lóðarhafa er skylt samkvæmt gr. 7.2.2. í byggingarreglugerð að halda vexti trjáa og runna á lóðinni …

16. september, 2025
Fréttir

Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 17.9.2025

Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 17.9.2025 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof