Þann 16. október sl. var undirritaður samstarfssamningur við Janus heilsueflingu. Með samningnum verður þátttakendum, 60 ára og eldri með lögheimili í Borgarbyggð, boðið upp á tveggja ára markvissa heilsueflingu með það að markmiði að bæta heilsutengdar forvarnir, efla hreyfifærni þátttakenda, bæta afkastagetu, heilsu og lífsgæði þeirra sem taka þátt.
Gert er ráð fyrir að verkefnið farið í gang eftir áramót og verður boðið upp á styrktarþálfun og þolþjálfun með þjálfara, heilsufarsmælingar, reglulega fyrirlestra og annan fróðleik.
Kynning á verkefninu verður þann 30. nóvember nk. í Hjálmakletti kl 17:00 og eru allir sem hafa áhuga á verkefninu velkomnir að mæta á fundinn. Nánari upplýsingar má finna á www.janusheilsuefling.is.
Ljósmynd: Janus Gunnlaugsson og Guðveigu Eyglóardóttir við undirritun samnings.
Tengdar fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar
Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember
Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.