Þann 16. október sl. var undirritaður samstarfssamningur við Janus heilsueflingu. Með samningnum verður þátttakendum, 60 ára og eldri með lögheimili í Borgarbyggð, boðið upp á tveggja ára markvissa heilsueflingu með það að markmiði að bæta heilsutengdar forvarnir, efla hreyfifærni þátttakenda, bæta afkastagetu, heilsu og lífsgæði þeirra sem taka þátt.
Gert er ráð fyrir að verkefnið farið í gang eftir áramót og verður boðið upp á styrktarþálfun og þolþjálfun með þjálfara, heilsufarsmælingar, reglulega fyrirlestra og annan fróðleik.
Kynning á verkefninu verður þann 30. nóvember nk. í Hjálmakletti kl 17:00 og eru allir sem hafa áhuga á verkefninu velkomnir að mæta á fundinn. Nánari upplýsingar má finna á www.janusheilsuefling.is.
Ljósmynd: Janus Gunnlaugsson og Guðveigu Eyglóardóttir við undirritun samnings.
Tengdar fréttir

Tilkynning frá Veitum
Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu
Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.