
Þann 16. október sl. var undirritaður samstarfssamningur við Janus heilsueflingu. Með samningnum verður þátttakendum, 60 ára og eldri með lögheimili í Borgarbyggð, boðið upp á tveggja ára markvissa heilsueflingu með það að markmiði að bæta heilsutengdar forvarnir, efla hreyfifærni þátttakenda, bæta afkastagetu, heilsu og lífsgæði þeirra sem taka þátt.
Gert er ráð fyrir að verkefnið farið í gang eftir áramót og verður boðið upp á styrktarþálfun og þolþjálfun með þjálfara, heilsufarsmælingar, reglulega fyrirlestra og annan fróðleik.
Kynning á verkefninu verður þann 30. nóvember nk. í Hjálmakletti kl 17:00 og eru allir sem hafa áhuga á verkefninu velkomnir að mæta á fundinn. Nánari upplýsingar má finna á www.janusheilsuefling.is.
Ljósmynd: Janus Gunnlaugsson og Guðveigu Eyglóardóttir við undirritun samnings.
Tengdar fréttir

Beactive hreyfivika í Borgarbyggð árið 2025- Finndu þína hreyfingu!
Hugmyndafræði Beactive hreyfivikunnar í Borgarbyggð árið 2025 byggir á samveru fjölskyldunnar og mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Við viljum skapa vettvang þar sem öll fjölskyldan – börn, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur, við öll – getum tekið þátt saman í skemmtilegum og hvetjandi viðburðum sem stuðla að bættri heilsu, vellíðan og tengslum. Dagskráin er fjölbreytt og aðgengileg fyrir …

Endurvinnslukort Borgarbyggðar- Ertu með kortið?
Allir fasteignaeigendur í Borgarbyggð sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis geta sótt rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka. Kortið virkar þannig að þegar komið er inn á gámasvæðið er kortið skannað, starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Starfsmaður gámasvæðis metur magn og tekur út …