
Borgarbyggð leitar nú tilboða í verkfræðihönnun vegna viðbyggingar og breytinga á Leikskólanum Uglukletti
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í verkfræðihönnun vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar og breytinga á Leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi.
- Burðarvirki
- Jarðtækni
- Lagnakerfi
- Loftræsikerfi
- Rafkerfi
- Hljóðvist
- Lýsing
- Brunahönnun
Auk verkfræðihönnunar skal einnig útbúa öll nauðsynleg útboðsgögn fyrir verkframkvæmdir, þar með talið verklýsingar og kostnaðaráætlanir fyrir hvern verkþátt, með það að markmiði að unnt sé að bjóða verkið út.
Útboðsgögn verða aðgengileg frá og með 14. maí 2025 á Ajour útboðsvef Eflu.
Skilafrestur tilboða er til kl. 11:00 þann 3. júní 2025.
Nánari upplýsingar og aðgangur að gögnum má finna á eftirfarandi slóð:
https://efla.ajoursystem.net/tender/offer/2300b6a8-a67a-4944-bf2a-f685fb93f898
Tengdar fréttir

Listamanneskja Borgarbyggðar 2025
Kæru íbúar, Borgarbyggð óskar eftir tilnefningum til listamanneskju Borgarbyggðar fyrir árið 2025. Allir eru hvattir til að taka þátt.

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …