Árið 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði inn í sveitarstjórnalög nr. 138/2011. Um er að ræða 130. gr. a og er þar fjallað um skyldu til þess að móta heildarstefnu til eins ár og í næstu þrjú ár þar á eftir, um það hvaða þjónustustigi viðkomandi sveitarfélag hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum innan sveitarfélagsins.
Markmið lagabreytinganna er að styðja við svæði þar sem til staðar er viðkvæmari byggð í víðfeðmum sveitarfélögum og að stefna sveitarstjórna um þjónustustig á slíkum svæðum verði skýr og komi til sérstakrar umræðu. Er það á ábyrgð sveitarstjórna að móta heildarstefnu fyrir hvert svæði fyrir sig og gera ráð fyrir ætluðu þjónustustigi vegna einstakra verkefna sem sveitarfélagið hyggst veita á viðkomandi svæðum t.d. skólahald, skólaakstur, opnunartíma sundlauga, félagsheimla o.s.frv.
Borgarbyggð mun bjóða til fundarraðar á næstu dögum í því skyni að eiga samráð við íbúa um mótun fyrstu formlegu þjónustustefnu Borgarbyggðar en stefnan verður afgreidd í sveitarstjórn Borgarbyggðar samhliða fjárhagsáætlun 2024.
Fundirnir verða haldir á fimm mismunandi stöðum í sveitarfélaginu þ.e. Hjálmakletti, Landbúnaðarháskólanum, Logalandi, Þinghamri og Lindartungu. Fundirnir fara frá á tímabilinu 15. – 22. október nk. og vonandi hafa sem flestir tök á því að koma og eiga samtal um þetta mikilvæga málefni.
Tengdar fréttir
Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!
Breyting á gjaldskrá í Íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar
Þann 1. janúar 2025 tók ný gjaldskrá gildi fyrir íþróttamannvirki í Borgarbyggð. Breytingar frá fyrri gjaldskrá eru þær að: Verð á stökum miða er nú 1290 kr. og hækkar um 3,9% 25% afsláttur er veittur af kaupum á 10 miða kortum Börn 13-18 ára, eldri borgarar og öryrkjar fá 70% afslátt við kaup á árskorti Framhaldsskólanemar fá 50% afslátt við …