30. september, 2024
Fréttir

Árið 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði inn í sveitarstjórnalög nr. 138/2011. Um er að ræða 130. gr. a og er þar fjallað um skyldu til þess að móta heildarstefnu til eins ár og í næstu þrjú ár þar á eftir, um það hvaða þjónustustigi viðkomandi sveitarfélag hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum innan sveitarfélagsins.

Markmið lagabreytinganna er að styðja við svæði þar sem til staðar er viðkvæmari byggð í víðfeðmum sveitarfélögum og að stefna sveitarstjórna um þjónustustig á slíkum svæðum verði skýr og komi til sérstakrar umræðu. Er það á ábyrgð sveitarstjórna að móta heildarstefnu fyrir hvert svæði fyrir sig og gera ráð fyrir ætluðu þjónustustigi vegna einstakra verkefna sem sveitarfélagið hyggst veita á viðkomandi svæðum t.d. skólahald, skólaakstur, opnunartíma sundlauga, félagsheimla o.s.frv.

Borgarbyggð mun bjóða til fundarraðar á næstu dögum í því skyni að eiga samráð við íbúa um mótun fyrstu formlegu þjónustustefnu Borgarbyggðar en stefnan verður afgreidd í sveitarstjórn Borgarbyggðar samhliða fjárhagsáætlun 2024.

Fundirnir verða haldir á fimm mismunandi stöðum í sveitarfélaginu þ.e. Hjálmakletti, Landbúnaðarháskólanum, Logalandi, Þinghamri og Lindartungu. Fundirnir fara frá á tímabilinu  15. – 22. október nk. og vonandi hafa sem flestir tök á því að koma og eiga samtal um þetta mikilvæga málefni.

Tengdar fréttir

27. október, 2025
Fréttir

Opið hús í Varmalandi

Fimmtudaginn 30. október frá kl. 14:00–16:00 bjóða GBF Varmalandsdeild og leikskólinn Hraunborg öllum í heimsókn.Gestum gefst tækifæri til að skoða afrakstur verkefna nemenda sem unnin hafa verið í tengslum við fjölmenningu.Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér fjölbreytt og öflugt starf skólanna.

27. október, 2025
Fréttir

Vegur inn í Einkunnir áfram lokaður að hluta

Framkvæmdir  við Einkunnir halda áfram,  27. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá afleggjara við sánugusu að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og geta vegfarendur átt von á að koma að lokuðum vegi, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því …