
Árið 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði inn í sveitarstjórnalög nr. 138/2011. Um er að ræða 130. gr. a og er þar fjallað um skyldu til þess að móta heildarstefnu til eins ár og í næstu þrjú ár þar á eftir, um það hvaða þjónustustigi viðkomandi sveitarfélag hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum innan sveitarfélagsins.
Markmið lagabreytinganna er að styðja við svæði þar sem til staðar er viðkvæmari byggð í víðfeðmum sveitarfélögum og að stefna sveitarstjórna um þjónustustig á slíkum svæðum verði skýr og komi til sérstakrar umræðu. Er það á ábyrgð sveitarstjórna að móta heildarstefnu fyrir hvert svæði fyrir sig og gera ráð fyrir ætluðu þjónustustigi vegna einstakra verkefna sem sveitarfélagið hyggst veita á viðkomandi svæðum t.d. skólahald, skólaakstur, opnunartíma sundlauga, félagsheimla o.s.frv.
Borgarbyggð mun bjóða til fundarraðar á næstu dögum í því skyni að eiga samráð við íbúa um mótun fyrstu formlegu þjónustustefnu Borgarbyggðar en stefnan verður afgreidd í sveitarstjórn Borgarbyggðar samhliða fjárhagsáætlun 2024.
Fundirnir verða haldir á fimm mismunandi stöðum í sveitarfélaginu þ.e. Hjálmakletti, Landbúnaðarháskólanum, Logalandi, Þinghamri og Lindartungu. Fundirnir fara frá á tímabilinu 15. – 22. október nk. og vonandi hafa sem flestir tök á því að koma og eiga samtal um þetta mikilvæga málefni.
Tengdar fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma
Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum Kleppjárnsreykjum Kleppjárnsreykjakjördeild. Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00 og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

Bíllausi dagurinn 2025
Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …