
Hér má sjá fulltrúa þeirra sveitarfélaga, fyrirtækja og stofnana sem hlutu viðurkenninguna í gær. Íris Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Borgarbyggðar tók við viðurkenningunni fyrir hönd sveitarfélagsins. Mynd: Silla Páls.
Borgarbyggð hlaut í gær viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA við hátíðlega athöfn, en þetta er þriðja árið í röð sem sveitarfélagið hlýtur þessa viðurkenningu.
Í ár voru 90 fyrirtæki, 16 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar sem hlutu viðurkenninguna en en Jafnvægisvogin hefur þann tilgang að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi. Viðurkenninguna hljóta því þeir þátttakendur sem hafa náð markmiði verkefnisins um jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn eða efsta lagi stjórnunar.
„Það er ánægjulegt að sjá hversu mörg fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög í Jafnvægisvog FKA sinna jafnréttismálum af metnaði. Þrátt fyrir þennan góða árangur er ljóst að enn er langt í land með að ná fullu jafnrétti. Það er mikilvægt að hvert og eitt fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag skoði stöðu sína og krefjist þess að kynjahlutfall í æðstu stjórnunarstöðum sé sem jafnast, því jafnrétti er ekkert annað en ákvörðun“, segir Bryndísar Reynisdóttur verkefnastjóri Jafnvægisvogarinnar.
Hér má lesa fréttatilkynningu FKA.
Hér má lesa nánar um Jafnvægisvogina.
Tengdar fréttir

Stjörnuleikar í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi
Stjörnuleikar í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi þann 19. október. Stjörnuleikar ,,Allir með“ verða haldnir í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi sunnudaginn 19. október á milli kl 11:30 og 13:00. Um er að ræða samstarfsverkefni UMSB, Borgarbyggðar og svæðisfulltrúa íþróttahéraða á Vesturlandi. Þetta er skemmtilegur íþróttadagur hugsaður fyrir börn á öllum aldri með sérþarfir sem og þau börn sem hafa ekki fundið sig hingað …