Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar, Látum eitthvað gerast, jafnrétti er ákvörðun, var haldin við hátíðlega athöfn á föstudaginn, 10. október.
Í ár voru það 93 fyrirtæki, 15 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar sem hlutu viðurkenninguna og er Borgarbyggð þar á meðal.
Jafnvægisvogin er hreyfiátaksverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og er viðurkenningin veitt fyrirtækjum, sveitarfélögum og opinberum aðilum sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum. Í ár voru 130 viðkenningarhafar úr hópi þeirra 247 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu um að jafna kynjahlutfall og er markmið Jafnvægisvogarinnar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnunarlagi.
Þetta er annað árið í röð sem Borgarbyggð hlýtur viðurkenninguna og þakkar FKA fyrir framtakið.
Hér má lesa fréttatilkynningu FKA: frettatilkynning_jafnvaegisvogarinnar-2024_latum-eitthvad-gerast-jafnretti-er-akvordun
Hér má lesa nánar um Jafnvægisvogina.

Tengdar fréttir

Tilkynning frá Veitum
Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu
Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.