14. október, 2024
Fréttir

Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar, Látum eitthvað gerast, jafnrétti er ákvörðun, var haldin við hátíðlega athöfn á föstudaginn, 10. október.

Í ár voru það 93 fyrirtæki, 15 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar sem hlutu viðurkenninguna og er Borgarbyggð þar á meðal.

Jafnvægisvogin er hreyfiátaksverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og er viðurkenningin veitt fyrirtækjum, sveitarfélögum og opinberum aðilum sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum. Í ár voru 130 viðkenningarhafar úr hópi þeirra 247 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu um að jafna kynjahlutfall og er markmið Jafnvægisvogarinnar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnunarlagi.

Þetta er annað árið í röð sem Borgarbyggð hlýtur viðurkenninguna og þakkar FKA fyrir framtakið.

Hér má lesa fréttatilkynningu FKA: frettatilkynning_jafnvaegisvogarinnar-2024_latum-eitthvad-gerast-jafnretti-er-akvordun

Hér má lesa nánar um Jafnvægisvogina. 

 

Tengdar fréttir

10. júlí, 2025
Fréttir

Reykholtshátíð 25.-27. Júlí nk.

Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Reykholti í Borgarfirði síðustu helgina í júlí. Reykholtshátíð er eftirsóknarverður vettvangur fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur auk þess að vera mikilvægur hlekkur í menningarstarfsemi á Vesturlandi. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru þau Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson.  Þau hafa bæði starfað um árabil við hljóðfæraleik og komið fram með fjölmörgum …

10. júlí, 2025
Fréttir

Slökkvistöð rís í iðngörðum á Hvanneyri

Við Melabraut á Hvanneyri er nú að rísa tæplega 1.700 fermetra límtréshús úr yleiningum frá Límtré Vírnet í eigu Melabrautar byggingarfélags ehf. Í húsinu verða iðngarðar auk þess sem að október næst komandi mun Slökkvilið Borgarbyggðar flytja starfsstöð sína á Hvanneyri í hluta hússins. Í liðinni viku var samningur þar að lútandi undirritaður á byggingarsvæðinu á Hvanneyri. Sá hluti sem …